Dagur íslenskrar náttúru

Í dag 16.september er dagur íslenskrar náttúru og því ber að fagna. Dagurinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2010  til að undirstrika mikilvægi íslenskrar náttúru fyrir líf okkar og framtíð. 16. september varð fyrir valinu því það er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, frétta- og þáttagerðarmaður því fáir hafa verið jafn duglegir við að opna augu almennings fyrir þeim auðæfum sem felast í náttúru landsins og mikilvægi þess að vernda hana.

Náttúrulækningafélag Íslands óskar öllum Íslendingum til hamingju með daginn og um leið Ómari Ragnarssyni.
Á tímum hamfarahlýnunar í heiminum er mikilvægt að hver einstaklingur og þjóð hugi að sínum „garði“ og hugsi vel um sitt umhverfi og náttúru. Komandi kynslóðir eiga skilið að við gerum allt til að vernda og varðveita íslenska náttúru.

Related posts

Nýr pistlahöfundur

Gleðilegt nýtt ár

Ályktanir 39. landsþings Náttúrulækningafélags Íslands