Dagur íslenskrar náttúru


Í dag 16.september er dagur íslenskrar náttúru.
Dagurinn var stofnaður 16.september 2010  af ríkisstjórn Íslands að tillögu Svandísar Svafarsdóttur þáverandi umhverfisráðherra. Dagurinn er einmitt fæðingardagur grínistans og baráttumannsins Ómars Ragnarssonar og stofnaður honum til heiðurs. Ómar hefur verið ötull baráttumaður náttúruverndar á Íslandi og einn helsti talsmaður ósnortinnar náttúru.

Náttúrulækningafélag Íslands óskar öllum Íslendingum innilega til hamingju með dag íslenskrar náttúru og hvetur alla til að huga sérlega vel að náttúru- og umhverfisvernd í dag. Tökum t.d til í nærumhverfi okkar og tínum upp drasl og rusl sem við sjáum á víðavangi.

Related posts

Snyrtivörur og aðrar eitraðar vörur í umhverfi okkar

Plöntuhornið – Blettaskytta/Pengingablóm er vinsæl á haustin

Villtir matsveppir á Íslandi – Sveppamó