Afmæli Jónasar Kristjánssonar í dag

Afmælisdagur stofnanda Náttúrulækingafélags Íslands (NLFÍ), Jónasar Kristjánssonar læknis er í dag og óskum við hjá NLFÍ öllum félagsmönnum og öðrum landsmönnum innilega til hamingju með daginn.

Jónas Kristjánsson, læknir, fæddist að Snæringsstöðum í Svínadal 20. september 1870 og lést í Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði 3. apríl 1960.
Jónas varð fyrir þeirri miklu sorg að missa móður sína, þegar hann var barn að aldri og hét hann þá föður sínum því að hann skyldi verða læknir mætti það verða til þess að sem fæst börn misstu móður sína á unga aldri. Með dugnaði og þrautseigju lauk hann ætlunarverki sínu með aðstoð ættingja og vina, en öll ævi Jónasar bar merki þess eldmóðs sem með honum bjó.
Eiginkona Jónasar var Hansína Benediktsdóttir frá Grenjaðarstað, en þau Jónas voru bræðrabörn. Hjónaband þeirra var farsælt.
Læknishjónin settust fyrst að á Austurlandi og bjuggu lengst af að Brekku í Fljótsdal. Jónas ávann sér fljótt virðingu og hylli fyrir störf sín, en hann var talinn einhver fremsti skurðlæknir sinnar samtíðar.

Hér má lesa nánar um ævi Jónasar: https://nlfi.is/jonas-kristjansson-laeknir Ásamt því að fjölda greina eftir Jónas má finna á þessari heimasíðu NLFÍ.

Related posts

Nýr pistlahöfundur

Gleðilegt nýtt ár

Ályktanir 39. landsþings Náttúrulækningafélags Íslands