Afhjúpun minnisvarða Jónasar Kristjánssonar


Hinn 20. september 1960 var í Hveragerði afhjúpaður minnisvarði Jónasar Kristjánssonar læknis, gerður fyrir mörgum árum af Einari myndhöggvara Jónssyni. Minnisvarðinn stendur gegnt aðaldyrum Náttúrulækningahælisins. Var hann afhjúpaður af dóttur Jónasar, Rannveigu, en önnur dóttir hans, frú Guðbjörg Birkis, talaði nokkur orð í tilefni þess atburðar. Margt manna var viðstatt, og að afhjúpun lokinni flutti prófessor Sigurður Nordal erindi um Jónas Kristjánsson inni í matsal hælisins, og einnig talaði þar framkvæmdastjóri hælisins, Árni Ásbjarnarson. Mæltist báðum vel. Á eftir var á borð borið jurtate með hollu brauði, og var veitt rausnarlega.

Vel er það, að þessi höggmynd af Jónasi Kristjánssyni er nú komin á þann stað, þar sem hann lifði síðustu ár ævi sinnar og mest gætir áhrifanna af lífi hans og starfi. ˆ Heill sé þeim, er að því unnu. ˆ

Gretar Fells.

Related posts

Vel heppnuð matþörungaferð

Matþörungaferð 21.september

Vel heppnað kryddjurtanámskeið