Mjög góð stemmning var á aðalfundi Náttúrulækningafélags Reykjavíkur sem haldinn var 18. mars s.l. í Norræna húsinu.
Eftir hefðbundn aðalfundastörf fengu gestir sér léttar veitingar. Síðast á dagskránni var erindi Elsu Óskar Alfreðsdóttur þjóðfræðings um, Grasalækningahefð á Íslandi, stofnanavæðing alþýðuhefðar og menningararfur þjóðar.
Erindið var bæði fróðlegt og mjög skemmtilegt og sköpuðust léttar umræður um náttúrulækningar fyrr og nú.
Stjórn NLFR þakkar félagsmönnum sínum komuna.