36. Landsþing NLFÍ

36. landsþing NLFÍ var haldið á Heilsustofnun NLFÍ laugardaginn 9. september s.l. Félagið var stofnað á Sauðárkróki árið 1937 og fagnaði því 80 ára afmæli sínu á árinu. Þessum tímamótum var fagnað með mikilli afmælishátíð á Sauðárkróki 5.júlí  í sumar

Landsþingsstörf voru með hefðbundnu sniði. Gunnlaugur K. Jónsson forseti NLFÍ hélt þingsetningarræðu og minntist á mikilvægi NLFÍ í heilsueflingu Íslendinga undanfarin 80 ár þrátt fyrir mikinn fjárskort oft á tíðum. Geir Jón Þórisson var kjörinn þingforsseti og stýrði þinghaldinu af mikilli röggsemi.
Fyrir hádegi voru almenn fundarstörf með kosningu fulltrúa í ýmsar nefndir NLFÍ og fluttar skýrslur stjórna félagsins. Eftir hádegi var léttara hjal og var Haraldur Erlendsson forstjóri ásamt öðru starfsfólki Heilsustofnunar NLFÍ með kynningu á starfssemi Heilsustofnunar og Björk Vilhelmsdóttir formaður Hollvinasamtaka Heilsustofnunar kynnti starf samtakanna.

Rúsínan í pylsuendanum var kynning á vinnu við heimildarmynd um frumkvöðulinn Jónas Kristjánsson lækni, en samningur um gerð heimildarmyndarinnar var undirritaður á 80 ára afmæli NLFÍ á Sauðárkróki í sumar. Kvikmyndagerðarmennirnir Sölvi Tryggvason og Sævar Guðmundsson munu sjá um gerð þessarar myndar sem verður að veruleika á næsta ári.

Innan skamms munu birtast hér á vefnum ályktanir frá Landsþinginu.

Hér má sjá hinar ýmsu myndir frá landsþinginu


 

 

Related posts

Nýr pistlahöfundur

Gleðilegt nýtt ár

Ályktanir 39. landsþings Náttúrulækningafélags Íslands