Náttúrulækningafélag Reykjavíkur hefur allt frá stofnun verið fjölmennasta náttúrulækningafélagið í landinu. Allt frá fyrstu árum stóð NLFR fyrir vinsælum útivistarferðum, ss grasaferðum, hélt fjölmenna fræðslufundi um heilsufar og mataræði, stóð að verslunarrekstri, rekstri brauðgerðar og matsölu með heilsufæði. Þessi rekstur reyndist erfiður þegar frá leið og þurfti NLFÍ sífellt að styðja við bakið á þessari starfsemi sem á endanum lagðist af nema matsalan. NLFÍ yfirtók þann rekstur 1974 og rak allt fram til ársins 1984 en þá tók utanaðkomandi aðili við honum á eigin ábyrgð.
Í dag er grasaferð NLFR árlegur viðburður og vinsæl meðal félagsmanna , einnig matreiðslunámskeið NLFR sem haldin eru reglulega. Málþing NLFÍ er haldin í samvinnu við NLFR. Félagsmenn eru um 1480 talsins.
Stjórn NLFR
Ingi Þór Jónsson formaður
Bjarni Þórarinsson varaformaður
Brynja Gunnarsdóttir ritari
Ásthildur Einarsdóttir meðstjórnandi
Björg Stefánsdóttir meðstjórnandi
Til vara
Birna Dís Benediktsdóttir
Ástríður Vigdís Traustadóttir
Ólafur Gränz
Aðsetur
Laugavegur 7
Sími: 552 8191
Fax: 561 8191
Netfang: nlfi@nlfi.is
Kennitala: 480269-6759
Opnunartimi: 9-12 alla virka daga