Aðalfundur Náttúrulækningafélags Reykjavíkur

Aðalfundur NLFR var haldinn þ. 26. apríl s.l. í Ástjarnarkirkju.

Starfsemi félagsins hefur gengið vel, utan þess að lítið hefur verið um námskeið eða ferðir sökum Covid 19.

Vinna stendur nú yfir að uppfæra netföng félagsmanna. Stefnt verður að því að vera með rafrænar lausnir eins og kostur er, bæði vegna umhverfissjónamiða sem og í sparnaðarskyni.

Veitt var viðurkenning ársins 2021 til Vegan búðarinnar, en þar er lögð áhersla á gott vöruúrval í vegan vörum.

Haldnir voru 10 stjórnafundir og félagar er 1440. Samþykkt  var tillaga að lagabreytingu sem felur í sér að allir félagar NLFR greiða framvegis árgjald.

Heimildarmyndin  „Láttu þá sjá“ um lífshlaup frumkvöðulsins Jónasar Kristjánssonar læknis var sýnd á RÚV 12. september á síðasta ári og endursýnd á nýjársdag. Hægt er að nálgast myndina í Sarpnum á Rúv.
Margrét Jónasóttir hjá Sagafilm er framleiðandi myndarinnar og Guðjón Ragnarsson leikstjóri. Frábær mynd virkilega vel gert hjá þeim.

Nýverið var gerður samningur við Pálma Jónasson sagnfræðing um ritun ævisögu um Jónas Kristjánsson lækni. Áætlað er að bókin komi út á  næsta ári.
Samþykkt var á fundinum að NLFR leggi til 2. milljónir í útgáfu bókarinnar.

Landsþing var haldið 11. september 2021. Alls mættu 30 þingfulltrúar á þingið frá NLFA og NLFR. Stjórn er  ákaflega ánægð með störf þingfulltrúanna og þakkar þeim fyrir að gefa sér tíma að sitja landsþing NLFÍ.

Heilsustofnun var tilnefnd stofnun ársins 2021 í sínum flokki. Þetta eru söguleg tímamót fyrir Heilsustofnun. Þetta sýnir að starfsfólkið er ánægt og líður vel í vinnunni sinni.

Related posts

Nýr pistlahöfundur

Gleðilegt nýtt ár

Ályktanir 39. landsþings Náttúrulækningafélags Íslands