38. Landsþing Náttúrulækningafélags Íslands

38. landsþing NLFÍ var haldið á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu laugardaginn 11. september sl. Fjörtíu  þingfulltrúar frá náttúrulækningfélögum landsins; NLFR og NLFA mættu á svæðið.

Landsþingsstörf voru með hefðbundnu sniði. Geir Jón Þórisson var kjörinn þingforsseti og stýrði þinghaldinu af mikilli röggsemi. Fyrir hádegi voru almenn fundarstörf með kosningu fulltrúa í ýmsar nefndir NLFÍ og fluttar skýrslur stjórna félagsins.
Gunnlaugur K. Jónsson forseti NLFÍ fór yfir skýrslu stjórnar og ræddi um framtíð félagsins og m.a. þá miklu uppbyggingu sem væntanleg er á landi Heilsustofunar. Hér má kynna sér enn frekar þessa frakvæmd.
Ingi Þór Jónsson formaður NLFR sagði fundargestum frá heimildarmyndinni „Láttu þá sjá“ um Jónas Kristjánsson lækni og frumkvöðul sem frumsýnd var í Bíó Paradís í sumar en var einnig sýnd á RÚV í gærkvöldi.
Á fundinum var einnig samþykkt að ráðast í gerð ævisögu Jónasar Kristjánssonar. Því mikið af heimildum safnaðist við undirbúning og gerð heimildarmyndarinnar um þennan merka frumkvöðul.

Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar NLFÍ fór yfir rekstur Heilsustofnunar ásamt Margréti Grímsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Heilsustofnun. Einnig fór Þórir nánar í framtíðaruppbygginguna á lóð Heilsustofnunar en hann sér um daglegan rekstur félagsins sem heldur utan um verkefnið.

Ályktanir landsþingsins voru kynntar á þinginu og munu þær birtast hér á vefnum innan skamms.

NLFÍ þakkar öllum þeim eru lögðu hönd á plóg við skipulagningu og þátttöku í þessu 38. landsþingi félagsins.  Félagið vill beina einkunnarorðum sínum til allra  „berum ábyrgð á eigin heilsu“.

Hér má sjá myndir frá Landsþinginu. Á myndinni með fréttinni má sjá mynd af stjórn og varastjórn NLFÍ.

Related posts

Nýr pistlahöfundur

Gleðilegt nýtt ár

Ályktanir 39. landsþings Náttúrulækningafélags Íslands