Ferðir og námskeið
Grasaferðin verður þriðjudaginn 21. júní. Tíndar verða jurtir í nágrenni við Heilsustofnun. Garðyrkjustjóri fræðir hópinn um jurtirnar sem notaðar eru í te fyrir Heilsustofnun. Í lokin verður boðið upp á jurtate og meðlæti. Félagsmenn velkomnir með gesti.
Mæting er við anddyri Heilsustofnunar kl. 13:00. Muna að taka með sér skæri og poka.
Sölva- og matþörungaferð sunnudaginn 11. september nk. Frítt fyrir félagsmenn
Hist er kl. 11:00 við Valahnjúk á Reykjanesi (Geirfuglinn) og hefst ferðin kl. 11:15 undir leiðsögn Eydísar Mary Jónsdóttur land- og umhverfisfræðings og höfundur bókarinnar Íslenskir matþörungar. Hún kennir að þekkja, tína og verka söl og annað girnilegt fjörumeti. Veitingar í boði Heilsustofnunar í Hveragerði. Takmarkaður fjöldi kemst í þessa ferð. Skráning á nlfi@nlfi.is – FRÍTT FYRIR FÉLAGSMENN
Skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfa frá 1. júlí – 15. ágúst
Með kærri kveðjur og ósk um hlýtt og gott sumar.
Hér má nálgast allt fréttabréfið á pdf-formi.