Kryddjurtanámskeið Auðar I. Ottesen garðyrkjufræðings sem haldið var nýlega tókst alveg frábærlega.
Þátttakendur fræddust um helstu kryddjurtir sem rækta má bæði úti og inni á Íslandi. Einnig var bragðað á kryddtegunum með ýmsum ostum.
Allir þátttakendur voru hæstánægðir með námskeiðið og sagði ein þeirra þetta um námskeiðið: „Þetta námskeið var meiriháttar. Það var reyndar búið að hvísla að mér að hún (Auður Ottesen) væri frábær…. en þetta var engu líkt! Kærar þakkir“.