Plöntuhornið – Prestfífill blómstrar fallega og þykir afbragðs lofthreinsir

Chrysanthemum x grandiflorum er samheiti yfir margar tegundir prestafífla. Ein þessara tegunda er Chrysanthemum x morifolium, sú sem hefur verið kölluð „pottakrýsi“ af íslenskum blómasölum. Þetta er uppréttur runnalaga fjölæringur, laufblöð nokkuð stíf og þykk en breytileg að lögun, egg – eða lensulaga, heilrennd eða gróftennt, ljós á neðra borði. Blómið er karfa með pípukrónur og tungukrónur.

Staðsetning
Hún þarf bjartan stað, vill vera sólarmegin í lífinu.

Hitastig
Stofuhiti hentar henni ágætlega, en við lægri hita haldast blómin lengur, 10-18°C.

Vökvun og næring
Pottamoldin þarf ávalt að vera rök en varist ofvökvun. Plantan þarf að fá næringu, áburð er hægt að fá á fljótandi formi og er hann blandaður vatni eftir leiðbeiningum á umbúðum.

Annað
Tegundin nær inn á topp 50 listann yfir lofthreinsandi tegundir, það er ekki verra að fá þann eiginleika inn á heimilið og bjartan lit blómanna. Litirnir núna eru gulir og tengjast þeim tíma sem er að ganga í garð, páskunum og vorinu sem er handan við hornið.

Samantekt:
Guðrún Helga Guðbjörnsdóttir, garðyrkjufræðingur.

Heimildir:
Lavsen, Erik Riis. Potteplanter – slægter, arter og grundlæggende dyrkningsdata, 2003. Biofolia.
http://floradania.dk/planter/pv/sl/data/chrysanthemum/
http://www.ourhouseplants.com/plants/chrysanthemum

Related posts

Plöntuhornið – Blettaskytta/Pengingablóm er vinsæl á haustin

Villtir matsveppir á Íslandi – Sveppamó

Vel heppnað kryddjurtanámskeið