Lífrænt vottað eggjabú

Eggjabúið Nesbú á Vatnsleysu­strönd fékk nýlega lífræna vottun frá Vottunarstofunni Túni fyrir  varphænsnabú fyrirtækisins í Miklholtshelli í Flóahreppi.

 „Þetta er mikil viðurkenning fyrir Nesbú og neytendur í landinu, nú geta þeir valið sér lífræn egg úti í búð, þetta er stór áfangi í okkar starfi og vil ég nota tækifærið og óska landsmönnum til hamingju með þennan merkilega áfanga, þetta er í rauninni stórviðburður á lífrænum mælikvarða,“ segir Gunnar Ágúst Gunnarsson, framkvæmdastjóri Túns.

Náttúrulækningfélag Íslands (NLFÍ) óskar Nesbúi innilega til hamingju með lífrænu vottunina. Þetta er mikill hagur fyrir íslenska neytendur og náttúru. NLFÍ vill hvetja alla framleiðendur í landbúnaði að fylgja fordæmi Nesbús og taka upp lífrænt vottaða landbúnaðarhætti.

Hægt er lesa nánar um þetta hér á vef Bændablaðsins.

Á heimasíðu vottunarstofunnar Túns má kynna sér starfssemi þessa mikilvæga fyrirtækis.

Related posts

Snyrtivörur og aðrar eitraðar vörur í umhverfi okkar

Plöntuhornið – Blettaskytta/Pengingablóm er vinsæl á haustin

Villtir matsveppir á Íslandi – Sveppamó