Fjallagrös – Náttúruleg næring í aldanna rás

Fjallagrös (Cetraria islandica)  eru fléttur  en ekki grastegnund eins og nafnið ber með sér. Fléttur eru sveppir sem mynda sambýli við þörunga. Þetta sambýli sveppsins og þörungs er farsælt og hagnast báðir á því. Sveppurinn sér um vatnið og steinefin fyrir sambýlið en þörungurinn býr til lífræn efni með ljóstillífun.

Fjallgrös hafa verið nýtt á Íslandi til manneldis og heilsubótar í gegnum aldirnar enda næringarrík og hafa nýst vel til að halda lífínu í Íslendingum.  Til lækninga hafa fjallagrös verið notuð við kvefi, þurrum hósa, ertingum og bólgum í munni og hálsi, lystarleysi og metlingartuflunum. Þessi læknandi verkun á sér aðallega stað með því að hafa græðandi áhrif á slímhúð.

Þau eru mjög algeng í fjalllendi og heiðum um allt land. Fjallagrasaferð er farin á hverju ári á vegum Heilsustofnunar þar sem starfsmenn Heilsustofunar sjá um týnsluna.

Fjallagrös eru einstaklega trefjarík (80% af þyngd) og rík af steinefnunum kalki og kalíum.

Hátt hlutfall vatnsleysanlegra fjölsykra sem mynda seigfljótandi gel í vatni og meltingarvegi. Þessar fjölsykrur eru að mestu leyti leysanleg trefjaefni. Þessar vatnsleysanlegu trefjar meltast ekki að stærstu leyti en bakteríur í þrömum eiga auðvelt með að melta þær, en bakteríur í þörmum spila stóran þátt í heilbrigði okkar. Þessar trefjar gefa líka fyllingu  í maga og skýrir það hvers vegna Íslendingar notuðu fjallagrösin  í gegnum aldirnar þegar lítið var á boðstólnum af fæði.

Í fjallagrösum eru líka beiskjuefni sem örva munnvatnsrennsli og magasafa, og vinna á móti meltingar- og magavandamálum ásamt trefjaefnunum.

Fjallagrös má nýta með ýmsum mat s.s. í brauð, grauta og te. Mjög gott er að setja smávegis af fjallagrösum saman við hafragrautinn á morgnana og auka þannig næringargildi og sérstaklega trefjana í grautnum. Algengast er líklegast að við Íslendingar neytum fjallagrasa í dag í formi tes. Á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er fjallagrasate í boði fyrir dvalargesti allan ársins hring.

Heimildir:
https://is.wikipedia.org/wiki/Fjallagrös
https://heilsa.is/fraedsla/baetiefni/jurtir/fjallagros
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=51751

Related posts

Snyrtivörur og aðrar eitraðar vörur í umhverfi okkar

Plöntuhornið – Blettaskytta/Pengingablóm er vinsæl á haustin

Villtir matsveppir á Íslandi – Sveppamó