Málþing – Rafrettur – kostir og gallar

Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings á Icelandair HotelReykjavík Natura, þingsal 2, þriðjudaginn 13. mars 2018 kl. 20:00.

• Eru rafrettur skaðlegar heilsunni?
• Eru til ritrýndar rannsóknir um áhrif rafretta á heilsufar?
• Er reykur frá rafrettum skaðlaus?
• Hvað með reglugerðir um notkun rafretta?
• Eru rafrettur „æskilegri“ fyrir heilsuna en sígarettureykingar?
• Hvers vegna sækja unglingar/börn í rafrettur?

Ávarp flytur:
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Fundarstjóri:
Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir dósent og sviðsstjóri sálfræðisviðs HR.

Frummælendur:
„Veipur – Tæki til að hætta að reykja – staða rannsókna“
Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði við Karolinska Institutet og HR.

„Rafrettur, reykingar og lungun“
Björn Magnússon lungnalæknir Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Og hvað svo? Eru veipsjoppur til að fá unglinga til þess að hætta „að reykja“?
Árni Guðmundsson, aðjúnkt og sérfræðingur í æskulýðsmálum.

„Rafstautar – Bót eða böl“
Karl Andersen, hjartalæknir Landspítala Háskólasjúkrahús.

„Hver er hættan af rafrettunotkun unglinga?“
Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við West Virginia University, School of Public Health og HR.

Auk frummælenda taka þátt í pallborðsumræðum:
Viðar Jensen, verkefnisstjóri Tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis
Jóhanna S. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Ráðgjöf í reykbindindi.

Allir velkomnir
Aðgangseyrir 2.500 kr.
Frítt fyrir félagsmenn

Related posts

Sofandi samfélag að feigðarósi – Hvítir „saklausir“ nikótínpúðar

Vel heppnað málþing um rafrettur