Viðurkenning fyrir framúrskarandi starf í Hveragerði

Evrópsku Heilsulindasamtökin ESPA hafa veitt Heilsustofnun í Hveragerði viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf í Hveragerði á Íslandi. Viðurkenningin var veitt við við hátíðlega athöfn á aðalfundi samtakanna í Haapsalu í Eistlandi 9. október. Í viðurkenningarskjalinu segir að Heilsustofnun fái þessa viðurkenningu fyrir framúrskarandi gæði og árangur við endurhæfingu, nýsköpun í vatnsmeðferð og staðfestu í heilbrigðisþjónustu í 70 ár.

Á myndinni eru Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunar, Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og Dr. Siyka Katsarowa, nýkjörinn forseti ESPA sem afhenti viðurkenninguna. Að neðan er mynd af viðurkenningarskjalinu.

Related posts

Niðurstöður Heilsustofnunar kynntar á aðalfundi ESPA

Uppbókað í tvö matreiðslunámskeið

Hveragerðisbær stendur með Heilsustofnun NLFÍ