Matreiðslunámskeið Dóru Svavarsdóttur um grænmetisfæði hafa notið mikilla vinsælda og nú í haust varð fullbókað í bæði námskeiðin á mjög skömmum tíma. Námskeiðin eru haldin í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 9. október og fimmtudaginn 13. nóvember.
Þetta eru verkleg matreiðslunámskeið þar sem eldað er gæða grænmetisfæði, frá grunni. Unnið er með hreint hráefnið, fjölbreytt krydd og mismunandi aðferðir. Mikil áhersla er lögð á heilnæmi matarins, bæði fyrir okkur og jörðina okkar. Við eldum saman fjölbreytta rétti og setjumst svo niður í lok námskeiðs og borðum saman.
Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og kennari heldur utan um námskeiðið. Hún er eigandi Culina veitinga sem sinnir fjölbreyttum kennslu og fræðsluverkefnum og var um árabil veisluþjónusta sem sérhæfði sig í grænmetis fæði auk þess að sinna fólki með fæðu óþol eða ofnæmi. Á árum áður var hún Á Næstu Grösum þar sem fjölbreytt grænmetis og grænkerafæði var á boðstólnum.