„Staðfest er að fjárveiting til Heilsustofnunar sé innan við helmingur af því sem aðrir fá fyrir sambærilega þjónust,“ segir Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði í aðsendri grein í Morgunblaðinu 19. nóvember 2025.
„Á 70 ára afmælisári Heilsustofnunar blasa við erfiðar áskoranir. Heilsustofnun hefur frá upphafi verið hornsteinn í heilsueflingu og endurhæfingu, veitt öfluga heilbrigðisþjónustu og oft verið í fararbroddi nýjunga og nýsköpunar. Jónas Kristjánsson, stofnandi og frumkvöðull, lagði allar eigur sínar í uppbyggingu Heilsustofnunar og Náttúrulækningafélag Íslands hefur fjármagnað húsnæði og aðstöðu en aldrei hefur komið framlag frá ríkinu til uppbyggingar.“
Þórir Haraldsson segir að Heilsustofnun hafi verið ein fyrsta stofnunin sem gerði ítarlegan þjónustusamning við ríkið um endurhæfingu árið 1991. Sá samningur hefur að jafnaði verið upprærður á um fimm ára fresti, síðast árið 2019. „Heilsustofun hefur alla tíð uppfyllt öll ákvæði samningsins, þjónað um 1.350 einstaklingum á ári, verið til fyrirmyndar (að sögn SÍ) í veitingu upplýsinga og hefur skilað marktækum mælingum um mikinn árangur sjúklinga af þjónustunni.“
Á myndinni eru Pétur G. Markan bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði á Landsþingi NLFÍ 20. september.
Mynd: Ingi Þór Jónsson