Niðurstöður Heilsustofnunar kynntar á aðalfundi ESPA

Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar kynnti í vikunni rannsóknir sem Heilsustofnun hefur unnið að á aðalfundi Evrópsku Heilsulindasamtakanna ESPA í Haapsalu í Eistlandi. Margrét segir að rannsóknin hafi byrjað sem verkefni sem hún, Ingibjörg Magnúsdóttir og Þórdís Ása Guðmundsdóttir unnu í áfanga við Háskólann á Akureyri. Margrét og Sigrún Sigurðar þróuðu hugmyndina svo áfram og sýna niðurstöðurnar hvaða meðferðir gagnast best í endurhæfingu á Heilsustofnun í kjölfar kulnunar/örmögnunar, hlutverk vatns og náttúru í meðferð og hvaða breytingar í lífi og starfi skila mestum ávinningi sex mánuðum eftir endurhæfinguna. Margrét segir að þessar áhugaverðu niðurstöður hafi vakið töluverða athygli meðal annarra ráðstefnugesta.

Á aðalfundi Evrópsku Heilsulindasamtakanna ESPA fékk Heilsustofnun í Hveragerði viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf í Hveragerði á Íslandi. Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn á aðalfundi samtakanna í Haapsalu í Eistlandi 9. október. Í viðurkenningarskjalinu segir að Heilsustofnun fái þessa viðurkenningu fyrir framúrskarandi gæði og árangur við endurhæfingu, nýsköpun í vatnsmeðferð og staðfestu í heilbrigðisþjónustu í 70 ár.

Myndin að neðan er af kynningu Margrétar í Haapsalu í Eistlandi.

Related posts

Viðurkenning fyrir framúrskarandi starf í Hveragerði

Uppbókað í tvö matreiðslunámskeið

Hveragerðisbær stendur með Heilsustofnun NLFÍ