Köld böð fyrr og nú

Nýlega birtist í Morgunblaðinu grein um að vinsældir kaldra potta hafi aukist mikið undanfarin ár á Íslandi.

Það sem fæstir vita er að Jónas Kristjánsson læknir var einn helsti frumkvöðull á Íslandi í notkun á baðlækningum með heitu og köldu vatni. Árið 1946, eða 9 árum áður en Heilsuhæli NLFÍ hóf starfssemi skrifaði Jónas um mikilvægi notkunar vatnsbaða sem hluti af endurhæfingu: „Síðan Náttúrulækningafélagið var stofnað, hefir þeim, er að því standa, með hverju árinu orðið augljósari hin brýna þörf á að komið væri upp heilsuhæli, þar sem framkvæmdar væru lækningar með náttúrlegum ráðum, svo sem náttúrlegri og heilnæmri fæðu, hreinu lofti, ljósi, vatnsböðum og nauðsynlegum líkamsæfingum“.

Í grein sem birtist í Tímanum árið 1957 segir „Baðdeild, sem kostar á aðra milljón við Heilsuhæli NLFÍ. Aðsókn að Heilsuhælinu í Hveragerði hefir verið tíu sinnum meiri en hægt er að sinna“. Myndin hér til hliðar er úrklippa úr þessari frétt Tímans.
Vatnsböð og aðrar lækningaaðferðir með vatninu hafa verið stór þáttur í meðferðum og endurhæfingarlækningum á Heilsuhæli NLFÍ frá stofnun þess árið 1955. Það sést best á hversu mikla áherslu forvígismenn Heilsuhælisins lögðu á notkun baðlækninga. Björn Jónsson sem var yfirlæknir Heilsuhælisins á upphafsárum þess skrifaði m.a. áhugaverð grein um notkun baðlækninga í ritið Heilsuvernd árið 1972.
Einnig hefur birst hér á síðunni yfirlitsgrein um mátt kalda vatnsins og notkun þess til heilsueflingar.

NLFÍ og Heilsustofnun hvetur landsmenn til að nýta sér þau miklu vatnsgæði sem við búum við í heitu og köldu vatni til að stuðla að betri heilsu.

Heimildir:
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=60526&pageId=1030665&lang=is&…
https://nlfi.is/node/112
http://www.nlfi.is/node/355
https://nlfi.is/mattur-kalda-vatnsins

Related posts

Gervilíf

Saga skógræktar á Íslandi

Bleik október hugleiðing