Karrý & Egg

Örlítið einfölduð útgáfa af eggja karrý úr smiðju Rick Stein. Auðveldlega má bæta við hráefnum eins og sætum kartöflum eða kjúklingi fyrir þá sem það vilja. Passlegt fyrir fjóra.

Þú þarft:

  • 4 msk olía
  • 8 egg
  • 1 msk túrmerik
  • 1 tsk chiliduft
  • 1 dós kókosmjólk
  • 2 rauðlaukar
  • 5 cm engifer
  • 3 græn chili
  • 1 tsk garam masala
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk sykur
  • Ferskt krydd

Aðferð:

  1. Harðsjóðið eggin og takið af skurnina. Steikið eggin í olíunni á pönnu í 1-2 mínútur. Bætið túrmerik og chilidufti á pönnuna og leyfið eggjunum að hjúpast í kryddolíunni í 1-2 mínútur. Veiðið eggin upp úr og geymið.
  2. Skerið lauk, engifer og chili smátt og steikið létt á sömu pönnu. Bætið kryddinu við og svo kókosmjólkinni. Látið malla í nokkrar mínútur þannig að karrýið þykkni aðeins.
  3. Sósan er sett í skál og eggin og kryddjurtirnar ofan á. Kóríander eða basil passar hér vel en að þessu sinni var notað ferskt oreganó. Borið fram með hrískgrjónum og brauði fyrir þá sem það vilja.

Mynd: Pálmi Jónasson

Related posts

Afganskt pulao

Marokkóskur fiskur

Kjúklingabaunir, Falafel, Naan og Grísk jógúrt