Jafnvægi og vellíðan – líf án streitu


Náttúrulækningafélag Íslands efnir til málþinga þriðjudaginn 8. febrúar í Reykjavík og fimmtudaginn 10. febrúar á Akureyri. Málþingin bera yfirskriftina „Jafnvægi og vellíðan – Líf án streitu“ og hefjast kl. 20:00

Náttúrulækningfélag Íslands hefur lagt gríðarlega mikið í þennan viðburð.
Aðal frummælandi málþingsins Ingbjörg H. Jónsdóttir prófessor og yfirmaður við Streiturannsóknarstofnun Gautaborgar kemur hingað til lands frá Svíþjóð. Ingibjörg hefur stýrt rannsóknum á streitu við stofnunina allt frá árinu 2005.

Hún segir frá nýjum niðurstöðum í rannsóknum og fjallar í erindi sínu um marga mikilvæga þætti m.a. hversu mjög einstaklingsbundinn vandinn er og þeim gríðarlegu áhrifum sem hann getur haft á líf okkar og heilsu.

Hróbjartur Darri Karlsson kemur með mjög athyglisverða nálgun sem sérfræðingur í hjartalækningum.
Rannsóknir hans hafa aðalega lotið að áhrifum á persónuleika gerðar D á þróun og viðgang hjartasjúkdóma. Streitan er þar mikill áhrifavaldur sem hann mun fjalla um í erindi sínu.

Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingur kemur með sýn út frá erfiðleikum á borð við kvíða, þunglyndi og átraskanir tengda streitu. Hún hefur starfað mikið með unglingum og aðstandendum þeirra.

Allir frummælendur segja frá lausnum og leiðum til að nýta streitu til góðs og þar með betra lífs með jafnvægi og vellíðan.
Allir velkomnir frítt fyrir félagsmenn

Related posts

Gervilíf

Saga skógræktar á Íslandi

Bleik október hugleiðing