Yfirheyrslan – Rósa Richter

Rósa Ricther sálfræðingur og listmeðferðarfræðingur mun halda námskeiðið AUKIÐ FRELSI – AUKIN HAMINGJA á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði 24-26. júni n.k. Námskeiðið byggist á úrvinnsla áfalla með EMDR, listmeðferð og núvitund. Hér er hægt að kynna sér betur námskeiðið og skrá sig.
Rósa tók sér tíma og svaraði nokkrum spurningum um sitt líf og störf í yfirheyrslunni. Það er greinilegt af hennar svörum að fólk getur tekið sér Rósu til fyrirmyndar.

Fyrstu sex í kennitölu
101070

Fullt nafn
Ragnhildur Guðrún Richter

Ertu með gælunafn?
Rósa

Fjölskylduhagir og einhver gæludýr?
Ég er einhleyp, á eina 24 ára dóttur og einn lítinn hund.

Hvar ertu fædd og uppalin?
Er fædd í Reykjavík en fluttist til Lúxemborgar með foreldrum mínum átta mánaða. Ég ólst upp þar.

Núverandi búseta?
101 Reykjavík

Menntun?
BA í ensku
Post-graduate diploma í túlkun og þýðingum
BA í sálfræði
Meistara-gráða í sálfræði og listmeðferðarfræði

Atvinna?
Sálfræðingur og listmeðferðarfræðingur

Hvers vegna heillaðist þú að sálfræði?
Fór sjálf til sálfræðings sem ung kona og fannst ég hafa hitt Guð almáttugan. Sálfræðingurinn lét mér líða eins og mér hafði aldrei liðið áður. Það opnaðist nýr heimur fyrir mér. Ég vildi búa í þeim heimi.

Hvað er EMDR sem þú ert að nýta á námskeiðum þínum, og hver eru vísindin á bakvið það?
EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing) er heildræn áfallameðferð sem er alveg ótrúlega árangursrík. Rannsóknir hafa sýnt að 100% þátttakenda með áfallastreituröskun eftir eitt áfall náðu bata eftir sex 50 mínútna EMDR meðferðir.
77% þeirra sem voru með áfallastreituröskun eftir fleira en eitt áfall náðu bata eftir sex 50 mínútna EMDR meðferðir.
Í dag hefur verið sýnt framá að meðferðin gagnast einnig við mörgu öðru, eins og kvíða og þunglyndi.
Það hefur aldrei verið hægt að sýna fram á af hverju nákvæmlega þetta virkar en það hefur bæði verið nefnt að það hjálpi hægri og vinstra heilahveli að vinna saman, að það hjálpi frosnum áfallaminningum sem búa aðallega í eldri part heilans þar sem ekki er rökhugsun eða tungumál að færast yfir í framheilann, þar sem rökhugsunin býr. Framheilinn setur þær svo í samhengi við lífið í dag og vinnur úr þeim.
Í EMDR er notað tvíhliða áreiti eins og augnhreyfingar milli hægri og vinstri. Ég nota það sem ég kalla englafaðmlagið þar sem þátttakendur banka á sitthvora öxlina, hægri og vinstri til skiptis.
Meðferðin er einstök en inniheldur ákveðna þætti úr öðrum viðurkenndum meðferðum eins og hugrænni atferlismeðferð eðs psychodýnamískri meðferð.

Út á hvað gengur listmeðferð sem þú kennir á námskeiðum þínum?
Listmeðferðinni er vafið inní EMDR meðferðina, sérstaklega þegar ég vinn með hópum. Hún er sérstaklega vel til þess fallin. Með listinni komumst við oft framhjá ákvöðnum vörnum, við sjáum og upplifum hlutina öðruvísi. Þannig getur til dæmis mynd sem maður málar eða leir sem maður hefur mótað veitt manni upplýsingar um sálarlíf manns sem maður hefði ekki fengið öðruvísi. Hún getur hjálpað að fara dýpra inní tilfinningar eða upplifanir. Sálarlíf okkar er miklu nær listrænni tjáningu en tungumáli. Fólk getur tjáð eitthvað á táknrænan hátt með listinni sem það getur ekki tjáð með orðum.

Hvað veldur því að svona margir í nútíma líferni eru að klást við kulnun, streitu og kvíða?
Of mikið álag, fólk á það til að vera með of mikið á sinni könnu. Margir hafa ekki lært nógu vel að hlusta á eigin þarfir eða langanir og fylgja munstri eða ímynd sem hentar þeim ekki. Samfélagsmiðlar ýta undir stöðugan samanburð og pressan um að vera eða gera meira eykst stöðugt. Á sama tíma lækkar sjálfsmatið því að maður stenst aldrei samanburðinn við glansmyndirnar. Fólk gefur sér ekki nægan tíma til að slappa af.

Svo held ég líka að fólk hafi misst það sem flestir höfðu fyrir ekki svo löngu síðan sem var bæði einhvernskonar trú og samfélag sem veitir stuðning. Það er erfitt að sjá ekki tilgang æðri því veraldlega, það myndast tómleiki og einangrun.

Fjölskyldur og samfélög hafa splundrast og fólk er aleitt fyrir framan skjáina sína. Það notar mat, afþreyingu eins og sjónvarp eða þætti, lyf eða áfengi til að deifa sig sem gerir illt verra. Úr verður vítahringur sem getur verið erfitt að rjúfa.

Hefur þú stundað íþróttir og þá hvaða?

Ég var mjög virkt barn og unglingur, vægast sagt,  og tók þátt í öllum þeim íþróttum sem ég komst í. Það var allt mögurlegt eins og körfubolti, aikido, fimmleikar, tennis, ballet og hlaup.
Þessa dagana er ég mest að hlaupa, stunda jóga heima og ég mæti í ræktina.
 
Stundar þú daglega hugleiðslu?

Já ég geri það. Ekki alltaf formlega, þá meina ég að setjast niður til að hugleiðan, en alltaf eitthvað. Ég geri það oft á dag, í smá stund í senn. Mér finnst sérstaklega gott að hugleiða í baði eða innrauða klefanum sem ég er mjög hrifin af.

Fylgir þú einhverri ákveðinni stefnu í mataræðinu s.s. paleo, ketó, whole9 eða annað? Og ef svo er þá afhverju?
Ég borða hollan mat og ég sleppi mjólkurvörum og glúten. Ég forðast unnin mat og sykur, þótt að það komi alveg fyrir að ég fái mér örlítið af því.

Hverjar eru þínar fyrirmyndir í leik og starfi?
Það eru aðallega einstalingar sem hafa hjálpað mörgum eða þá andlegir kennarar. Mér dettur í hug Louise Hay, sem skrifar bækur um jákvæða hugsun eða Wayne Dyer. Ég lít upp til þeirra sem hafa þróað og kennt meðferðir sem virka, eins og Francine Shapiro sem þróaði EMDR eða Richard Schwarrz sem þróaði IFS (Internal Family Systems) sem er öflug partamerðferð.
Ég dáist af fólki sem er bæði sterkt og er tilbúið að berjast fyrir betra lífi fyrir sig og aðra og milt og ljúft á sama tíma. Thich Nhat Hanh, zen Búddha múnkur er einnig mikil fyrirmynd. Hlýjan og mildið sem hann sýndi eru svo heilandi.

Hversu marga facebook vini áttu?
1509

Hver var síðasti facebook status þinn?
„Ástarengillinn minn Anna Richter brilleraði í Myndlistaskólanum í Reykjavík og var að útskrifast með stúdentspróf. Ég er óendanlega stolt af henni og þakklát fyrir velgengni hennar í skóla, tónlistinni og starfi hennar með fötluðum. Hún stefnir á sálfræðina í HÍ í haust.
Til hamingju ástin mín.“

Hversu marga fylgjendur áttu á instagram?
397

Hverju deildir þú síðast á instagram?
Mynd af okkur mömmu fyrir mæðradaginn

Ertu á tiktok?
Nei

Uppáhaldsmatur?
Ég er að verða hefðbundnarri með árunum, elska íslenskt lambalæri

Uppáhaldsdrykkur?
Ég elska ferska safa, helst gulrótarsafa.

Uppáhaldslag og tónlistarmaður (konur eru líka menn)?
Ella Fitzgerald, til dæmis….mér dettur í hug I love Paris.

Hvetur tónlist þig áfram á líkamlegum æfingum og þá hvernig tónlist?
Já svo sannarlega. Hlusta á eitthvað hresst, stundum 70´s og 80´s workout lista á spotify eða aðra workout playlista.

Uppáhaldsbíómynd?
Ég er hrifin af myndum sem Jane Campion leikstýrir. Ég sá nýlega The power of the dog og mér fannst hún rosaleg.

Frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Robin Williams

Markmið í starfi?
Halda áfram að hjálpa fólki og njóta þess. Ég elska að vinna með hópana mína og mig langar að gera meira af því. Svo dreymir mig um að kenna hóp EMDR meðferðina sem ég þróaði, helst að rannsaka hana alminnilega og svo kenna hana. Ég fann ekki uppá EMDR fyrir hópa, það voru sálfræðingar í Mexico sem gerðu það til að hjálpa stórum hópum sem höfðu lent í náttúruhamförum. Ég veit ekki til þess að það sé boðið uppá EMDR fyrir hópa sem eru með margvísleg og ólík áföll. Allavega held ég að það sé mikil þörf á því.

Markmið í lífinu?
Vera góð manneskja, láta gott af mér leiða og halda áfram að þroskast. Tja, og að bjóða fullt af hópum uppá EMDR og listmeðferð 🙂

Mottó?
Að taka ábyrgð.

Hræðist þú eitthvað?
Þegar mér líður vel, eins og núna þá finn ég ekki fyrir því, nei. En svo held ég að við hræðumst öll allt mögulegt og það er partur af heilbrigðu varnarkerfi.

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Hmmm? Þarf að fá að hugsa það betur…mér dettur ekkert í hug…kannski af því að allt sem hefur verið neyðarlegt hefur mér fundið svo óstjónlega fyndið að það festist ekki í minninu, hver veit? Ég hef mjög gaman af neyðarlegum aðstæðum, sérstaklega eftir á þó.

Eitthvað sem þú sérð mikið eftir og vilt/þorir að deila með lesendum?
Ég sé eftir öllu sem hefur skaðað aðra. Sem betur fer er ég meðvitaðri í dag og geri minna af því. Þegar ég var unglingur til dæmis var ég ekki eins næm fyrir öðrum eða sjálfri mér og sá rómantík sem einhverns konar leik. Ég skildi ekki að aðrir hefðu meiri tilfinningar en ég og særði þá án þess að gera mér grein fyrir því. Það hefur svo sannarlega breyst.

Hvernig kom til að þú fórst að vinna með Heilsustofnun í Hveragerði og halda námskeið þín þar?
Ég var þá að ljúka sálfræðinámi mínu í Bandaríkjunum en átti efir að taka eina önn í starfsþjálfun. Ég hafði einhvern tímann haft það á tilfinningunni að ég ætti eftir að vinna á Heilsustofnun þannig að ég ákvað að hafa samband og sækja um að taka starfsnámið þar. Það var tekið svo vel á móti mér og ég var stax mjög hrifin af vinnustaðnum. Eftir einhvern tíma var mér boðin staða sem ég þáði með þökkum. Á þeim tíma ákvað ég einnig að bæta við meistaritgerð við námið mitt, aðallega til að fá starfsleyfi sem sálfærðingur.
Sú ritgerð fjallaði um EMDR og listmeðferð. Rannsóknarvinnan tengd henni kveikti hugmyndina að EMDR hópum og ég fann nokkrar bækur um hvernig væri hægt að sameina EMDR og listina. Ég bar þetta undir yfirmann minn sem studdi mig á svo fallegan hátt. Hann bauð mér sal, veitti mér leiðbeiningar og hvatningu. Ég er honum óendanlega þakklát.

Ættum við að kenna hugleiðslu og grunnskólastigi?
Ekki spurning!

Hvaða góðu og einföldu ráð getur þú gefið fólki sem upplifir mikla streitu dagsdaglega heima og í vinnu?
Að draga úr álaginu, minnka skjátíma, sinna heilsunni, bæði hvað varðar mataræði og hreyfingu og svo fara í sjálfsvinnu. Fara í sjálfsvinnu sem Byrja að hjálpar við að sjálfum sér, hlusta á það sem sálin segir. Að læra að setja mörk.

Hvað eru að þínu mati grunnþættir góðrar líkamlegrar og andlegrar heilsu?
Að vera í góðum tengslum við líkama sinn og sálarlífið. Leyfa sér að finna fyrir og hlusta á skilaboðin og fylgja þeim.
Líkaminn vill hollt mataræði, hreyfingu og hvíld. Sálarlíf okkar þarf áheyrn og velvild. Að mínu mati er andleg iðkun eða meðvitund að einhverju tagi nauðsýneg. Bæði það og öruggt samfélag. Félagsskapur vina eða fjölskyldu, sérstaklega aðilla sem við treystum og getum verið við sjálf í kringum.

Hvað er framundan hjá þér?
Ég er mjög sátt við líf mitt eins og það er núna og ég vil halda áfram á þeirri braut. Vera til staðar fyrir dóttur mína og móður, halda áfram að sinna mér vel, andlega og líkamlega, halda áfram að rækta vináttubönd og fjölskyldulíf. Að starfa áfram á EMDR stofunni, besta vinnustað í heimi, og halda námskeiðin mín. Mig langar að  bjóða fleirum uppá þessa meðferð sem gagnast fólki vel.

Eitthvað að lokum?
Mig langar að tjá þakkláti mitt í garð Heilsustofnunar. Mér fannst ég vera að koma heim þegar ég kom hingað í maí. Þetta er dásamlegur staður sem hefur gefið mér svo margt. Starfsfólkið hér er yndislegt og staðurinn magnaður.

Related posts

Tyggjum matinn vel

Góð heilsa alla ævi án öfga

Yfirheyrslan – Lovísa Rut