Andleg heilsa og mikilvægi hreyfingar á degi sjúkraþjálfunar

Á laugardaginn 8. september s.l. fögnuðu sjúkraþjálfarar um allan heim degi sjúkraþjálfunar. Í ár er áhersla lögð á sjúkraþjálfun og andlega heilsu og minnt á mikilvægi þess að fólk sem stríðir við geðsjúkdóma eigi greiðan aðgang að sjúkraþjálfun. Einnig er minnt á að allir eiga sína sögu, sem getu haft áhrif á líkamlega líðan.

Þessi boðskapur sjúkraþjálfarafélags Íslands tónar vel við það sem NLFÍ og Heilsustofnun NLFÍ leggja áherslu á bættri heilsu. Heilsan okkar er samspil góðrar næringar, reglulegar hreyfingar, nægilegs svefns og góðrar andlegrar heilsu. Allir þessi fjórir þættir heilsunnar eru nátengdir og oft leiðir vöntun á einum þessara þátta til verra ástands á öðrum t.d. ef hreyfing er ekki til staðar þá eru meiri líkur á andlegum veikindum.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Snyrtivörur og aðrar eitraðar vörur í umhverfi okkar

Forvarnir okkar eru að falla – Fljótum sofandi að feigðarósi