Hreindýra & Kantarellu lasanja

Hreindýrahakk er frábært í kjötrétti ýmiskonar og lasanja er þar engin undantekning. En þá gildir að láta hreindýrabragðið njóta sín og drekkja því ekki í tómatsósu og sterku kryddi. Hakkið fékk ég í Melabúðinni. Parmesan, ristaðar kasjúhnetur og góð bláberjasulta setja punktinn yfir I-ið.

Þú þarft:

  • 1 kg hreindýrahakk
  • 1 kg kotasæla
  • 2 pk kantarellur
  • 1 stk laukur
  • 1 stk gulrót
  • 4 stk hvítlauksrif
  • 1 tsk chili flögur
  • Salt og pipar
  • Parmesan/ostur
  • Ristaðar kasjúhnetur
  • Bláberjasulta

Aðferð:

  1. Hellið sjóðandi vatni yfir kantarellurnar til að mýkja sveppina. Sigtið og geymið soðið.
  2. Muldar kasjúhnetur ristaðar á þurri pönnu og sett til hliðar.
  3. Steikið hakkið á pönnu með pipar og salti. Leyfið því að karmeliserast óhreift áður en þið snúið kjötinu. Brytjið það niður og steikið áfram á pönnunni þar til það er tilbúið í grænmetispottinn.
  4. Steikið grænmetið og sveppina í steypujárnspotti. Bætið kjötinu við og sveppasoðinu. Gott að láta þetta malla í hæfilega þykkt með meiri vökva, góðu soði eða víni. Púrtvín er ekki galið. Kotasælan kemur í stað hvítu sósunnar og er blandað við kjötsósuna.
  5. Kjötsósan fer neðst í smurt eldfast fat og svo lasagnablöð og kjötsósa til skiptis. Ofan á efsta lagið af kjötsósunni er settur ostur, kasjúhnetur og vel af parmesan.
  6. Bakað í 200-220 gráðum í ofni þar til fallega brúnað. Góð bláberjasulta smellpassar með hreindýrabragðinu.

Myndir: Pálmi Jónasson

Related posts

Niðurstöður Heilsustofnunar kynntar á aðalfundi ESPA

Viðurkenning fyrir framúrskarandi starf í Hveragerði

Uppbókað í tvö matreiðslunámskeið