Grasaferð hjá Heilsustofnun

Árleg tínsla jurta í te fyrir Heilsustofnun fór fram 28.júní sl. þegar fjölmennur hópur NLFR félaga mættu í blíðskaparveðri í Hveragerði. Jónas garðyrkjustóri leiddi hópinn og fræddi um jurtirnar.

Tíndar voru maríustakkur, mjaðjurt og birkilauf á bökkum Varmár handan árinnar við Heilsustofnun. Þessar jurtir eru síðan þurrkaðar og muldar niður í heilsute sem Heilsustofnun er með á boðstólum allt árið.

Haft var á orði að þessi hópur væri ekki samankomin ef ekki fyrir Jónas Kristjánsson lækni, frumkvöðul á Íslandi um náttúrulækningar, heilbrigði og forvarnir.

Hann var sannfærður um að gott heilsufar væri háð hollu mataræði og heilsusamlegum lifnaðarháttum.

Hann stóð að opnun og var yfirlæknir á Heilsuhælinu í Hveragerði frá opnun þess árin 1955—1958. Hann lést á Heilsuhælinu þann 3. apríl 1960

Stjórn NLFR þakkar þessum frábæra hópi fyrir hjálpina

Related posts

Gervilíf

Saga skógræktar á Íslandi

Bleik október hugleiðing