Þessi einfalda og góða uppskrift er á vef Fjarðarkaupa. Þið getið notað það mjöl sem til er í skápnum og hið sama á við um fræin. Ég átti ekki graskersfræ svo ég notaði pistasíuhnetur í staðinn sem kom vel út. Ljómandi gott volgt með smjöri og osti.
Þú þarft:
- 5 dl gróft spelt
- 2 dl grófir hafrar
- 1/2 dl sesamfræ
- 1 dl graskersfræ
- 1 tsk sjávarsalt
- 4 tsk vínsteinslyftiduft
- 3 dl AB mjólk
- 1 msk ólífuolía
- 2 1/2 dl heitt vatn
Aðferð:
- Blandið þurrefnum í skál (nema graskersfræ) og hrærið olíu og AB mjólk saman við. Bætið vatninu við smám saman en hrærið ekki of mikið. Þetta á að vera eins og þykkur grautur.
- Deigið fer í smurt brauðform og grasker eða hnetur ofan á.
- Bakið í 180 gráða heitum ofni í 45 mínútur. Kælið í hálftíma undir viskastykki.
Mynd: Pálmi Jónasson