„Dísætt skaðræði“ – Tökum höndum saman gegn viðbætta sykrinum

Það er fátt sem Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) hefur barist jafn mikið gegn og óhóflegri sykurneyslu landsamanna. Einn helsti frumkvöðull heilsueflingar á Íslandi og  einn af stofnendum NLFÍ; Jónas Kristjánsson læknir, hafði sig mjög mikið í frammi um óhollustu viðbætta sykursins.
Þó að Jónas hafi fæðst fyrir 148 árum sjaldan eða aldrei hefur boðskapur hans um skaðsemi viðbætts sykurs aldrei verið mikilvægri vegna aukinnar offitu, sykursýki og skyndibitamat. Neysla okkar á viðbættum sykri er gríðarleg vegna  óhóflegrar gosneyslu og  mikillar neyslu á unnum matvörum.

Það koma sífellt fleiri rannsóknir fram sem sýna fram á það hversu skaðleg óhófleg neysla á viðbættum sykri er heilsu okkar. Í lok síðustu viku var mikil grein í Fréttablaðinu um skaðsemi viðbætts sykurs og ritstjórinn Kristín Þorsteinsdóttir skrifaði ritstjórnargrein í helgarblað Fréttablaðsins undir heitinu „Dísætt skaðræði“ . Margt af því sem hún tekur fram í ritstjórnargreininni um viðbætta sykurinn er í sama dúr og boðskapur Jónasar Kristjánssonar var fyrir heilli öld. Hér eru ýmis eftirtektarverð ummæli Kristínar:

  • „…..rannsóknir benda til að neysla sykurs sé ávanabindandi og að hún geti valdið til dæmis hjartasjúkdómum, sykursýki og sams konar áhrifum á lifrina og óhófleg áfengisneysla.“

  • „Íslendingar eru meðal feitustu þjóða. Viðbúið er að senn komi að skuldadögum. Uppgjörið snertir ekki einungis þá sem glíma við aukakílóin og sjúkdómana, sem tengjast óhófinu, og þeirra fólk. Heilbrigðiskerfið er rekið fyrir skattfé. Þetta snertir alla.“

  • „….áttatíu prósent offeitra barna á grunnskólaaldri glíma við offitu fyrir lífstíð. Og líkur eru á að ævi offeitra barna verði áratug styttri en jafnaldra þeirra, sem ekki glíma við offitu“.

  • „Því sem náttúran býður var skipt út fyrir matvöru sem maðurinn sjálfur hafði fundið upp og átt við. Sykri var lævíslega bætt í matvörur eins og mjólkurafurðir, sem oft innihalda meiri sykur en súkkulaði. Eru svo seldar sem heilnæmar afurðir. Þannig er komið í bakið á grandalausu fólki“.

  • „Varla þarf að leita lengi á Íslandi til að sjá að matarvenjum okkar er stórlega ábótavant. Við hringveginn eru sykraðir gosdrykkir, unnar kjötvörur og sælgæti meira áberandi en einfaldur, hollur matur“.

Það er óskandi að fleiri miðlar og að lokum allt þjóðfélagið geti tekið höndum saman að því takmarka viðbætta sykurinn sem mest í mataræði okkar Íslendinga.

Heimildir:
https://www.frettabladid.is/skodun/disaett-skaraei

 

Related posts

Bleik október hugleiðing

Snyrtivörur og aðrar eitraðar vörur í umhverfi okkar

Forvarnir okkar eru að falla – Fljótum sofandi að feigðarósi