Ávinningur af endurhæfingu á langvinnum einkennum Covid

Talsverður ávinningur er af endurhæfingu á langvinnum einkennum Covid. Þetta kom fram í erindi Karls Kristjánssonar yfirlæknis á Reykjalundi á ráðstefnunni Heilsan okkar – Langvinn einkenni Covid í Veröld – húsi Vigdísar. Bæði Reykjalundur og Heilsustofnun NLFÍ hafa boðið upp á endurhæfingu vegna langtíma Covid. Hægt er að hlusta á öll erindi ráðstefnunnar hér.

Langvinn einkenni Covid eru m.a. mæði, almenn þreyta, verkir, máttleysi, svefnrannsakanir, minnisleysi, erfiðleikar við einbeitingu og skert jafnvægi. Karl kynnti rannsókn á þeim hópi sem vísað var til endurhæfingar á Reykjalundi vegna langvinnra og hamlandi einkenna eftir Covid í minnst þrjá mánuði. Mæling var gerð við komu, eftir sex vikna meðferð og sex vikum eftir meðferð. Markmiðið var að mæla þol og styrk, þreytueinkenni, mæði, kvíði og depurð og almenn lífsgæði. Þátttakendur fylltu út spurningalista í upphafi endurhæfingar, í lok sex vikna endurhæfingar og sex mánuðum eftir útskrift. Spurt var um þunglyndi, kvíða, svefnvanda, þreytu, upplifun veikinda og eigið mat á heilsu. Verulega dró úr þunglyndi og þreytu við útskrift en sex mánuðum síðar hafði staðan versnað aðeins en var langt frá því sem var fyrir endurhæfingu.

Mynd: Glæra úr fyrirlestri Karls Kristjánssonar.

Related posts

Jólamyndin í ár – Jónas Kristjánsson læknir

Heimildarmyndir um langvinnt Covid og ME

Eldri konur líklegri til að fá langvinnt Covid