Okkur hjá NLFÍ hlotnaðist sá heiður að fá hinn eina sanna Jón Gnarr í yfirheyrsluna. Jón Gnarr er litríkur karakter og yfirheyrslan gefur bara smá smjörþef af þessum fjölbreytta manni sem hefur t.d. unnið allt frá verksmiðjustörfum í Hampiðjunni til borgarstjóra Reykjavíkur og hefur hitt Bono, Lady Gaga og Selensky.
Fyrstu sex í kennitölu
020167
Fullt nafn
Jón Gnarr
Ertu með gælunafn eða nöfn?
Jónsi eða Jónsi pönk.
Fjölskylduhagir og einhver gæludýr?
Eiginkona, fimm börn, sjö barnabörn og hundurinn Klaki sem er Svissneskur fjárhundur.
Hvar ertu fæddur og uppalinn?
Fæddur og uppalinn í Fossvoginum.
Núverandi búseta?
Hef búið í Vesturbænum frá nítíuogeitthvað.
Menntun?
Master of fine arts frá Listaháskóla Íslands.
Atvinna?
Sjálfstætt starfandi artisti; leikari, rithöfundur, útvarpsmaður og fyrirlesari.
Versta starf sem þú hefur unnið?
Verksmiðjuvinna. Var hjá Hampiðjunni og í Plastos. Það var ekkert fyrir mig.
Mest gefandi starf sem þú hefur unnið?
Öll skapandi vinna. Og ég var líka borgarstjóri. Það var einstök reynsla.
Hvenær áttaðir þú þig á því að það er hægt að afla tekna á því að vera fyndinn og grínast?
Þegar var byrjað að bjóða mér pening fyrir að skemmta. Ég var leigubílstjóri og fékk meira fyrir að skemmta í hálftíma en keyra heila nótt um helgi.
Hver er besti leikari allra tíma að þínu mati?
Julia Davis
Er leikhúsið starfsvettvangur sem þig langar að starfa meira á?
Já, algjörlega. Ég elska leikhúsið. Ég er með nokkur leikhústengd verkefni í farveginum.
Hefur þú tölu á fjölda útvarpsþátta Tvíhöfða?
Nei, en þeir eru orðnir nokkur þúsund.
Hvaða íþróttir hefur þú stundað?
Ég æfði júdó og ætti að vera með bláa beltið. einnig hef ég stundað hlaup.
Fylgir þú einhverri ákveðinni stefnu í mataræðinu s.s. paleo, ketó, whole9 eða annað? Og ef
svo er þá afhverju?
Nei, ég hef ekki tileinkað mér neitt kerfi. En ég reyni að telja hitaeiningar og nota MyFitnesspal. Forðast mikla fitu, bjór og sælgæti en borða meira grænmeti.
Hverjar eru þínar fyrirmyndir í leik og starfi?
Bubbi Morthens og Edda Björgvins.
Ertu á twitter (X) og þá hvað ertu með marga fylgjendur?
Já. með 56.800 fylgjendur. En er samt virkari á Blue sky.
Hverju deildir þú síðast á twitter?
Einhverju plöggi um Tvíhöfða.
Hversu marga facebook vini áttu?
Ég er með svo margar FB síður. Ég hef enga tölu á því 🙂
Hver var síðasti facebook status þinn?
Gamlakalla röfl um íslenskt mál.
Hversu marga fylgjendur áttu á instagram?
Veit það ekki.
Hverju deildir þú síðast á instagram?
Veit ekki.
Ertu á tiktok?
Nei.
Hvað hefur þú átt marga bíla?
Vá, þeir eru svona 20-30.
Hver var fyrsti bíllinn þinn?
Mazda 343
Hvað, ef eitthvað pirrar þig mest í umferðinni?
Fólk sem keyrir hægt á vinstri akrein og fólk sem gefur ekki stefnuljós. Hata að sjá fólk niðursokkið í símann sinn á meðan það keyrir.
Uppáhaldsmatur?
Ossobuco sem ég geri sjálfur.
Uppáhaldsdrykkur?
Sóðavatn
Uppáhaldslag og tónlistarmanneskja/hljómsveit?
Bubbi er kóngurinn.
Notar þú tónlist til þess að slaka á eða hvetja þig áfram í leik og starfi?
Nei, ég hlusta frekar á talað mál, poddköst og hljóðbækur.
Uppáhaldsbíómynd?
Interstellar og terminator 2
Uppáhaldstölvuleikur?
Heroes of might and magic 2
Frægasta persóna eða persónur sem þú hefur hitt?
Ég hef hitt svo mörg; Lady Gaga, Bono og Selensky.
Markmið í starfi?
Finna tilgang og gleði.
Markmið í lífinu?
Njóta og prófa allskonar.
Mottó?
Vera jákvæður og forðast sjálfsvorkun.
Hræðist þú eitthvað?
Já, ég er vatnshræddur.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Úfff, þau eru svo mörg. Kannski þegar ég þekkti ekki dóttur mína í Krónunni.
Eitthvað sem þú sérð mikið eftir og vilt/þorir að deila með lesendum?
Alltaf þegar ég hef verið hrokafullur eða eigingjarn.
Hvað er það sem fáir vita um þig, leyndir hæfileikar?
Ég er ágætur smiður og allt mugligt mann.
Er von til þess að hljómsveitin Nefrennsli komi aftur saman og haldi tónleika?
Nei, það verður aldrei.
Er von til þess að framhald verði af hinum geysivinsælu Fóstbræðraþáttum?
Nei, en ég vonast til að sjá einn daginn söngleikinn.
Þú hefur margoft lýst því yfir að þú sért með athyglisbrest. Hvernig hefur þú eirð í það að
setjast niður og skrifa bækur og leikverk, er athylisbresturinn ekkert að trufla þig?
Jú, hann er erfiður en honum fylgir hyper fókus sem nýtist vel til skapandi vinnu.
Hvernig er hefðbundin dagur hjá þér í starfi?
Ég vakna svona 9 og er svo að dudda allan daginn. Tek tvo langa göngutúra með hundinn minn og reyni að labba amk 10 km á hverjum degi.
Ertu A- eða B- manneskja þegar kemur að nætursvefn og vöknun? Ferðu snemma á fætur?
Nei, ég sofna yfirleitt seint og sef frameftir.
Hvaða góðu og einföldu ráð getur þú gefið þeim sem telur sig hafa hæfileika í gríni?
Hvar eru vítin að varast? Hvar er best að koma sér á framfæri?
Kjarninn í öllu gríni er vanmáttur og grínisti manneskja sem reynir að yfirstíga vanmátt sinn.
Hvað eru að þínu mati grunnþættir góðrar líkamlegrar og andlegrar heilsu?
Regluleg hreyfing. Þarf ekkert að vera neitt svakaleg. Og heilbrigt mataræði og neyta áfengis í hófi.
Hvað er framundan hjá þér?
Ég er með fjölda verkefni fram að áramótum, auk þess að vera með Tvíhöfða og poddkastið mitt Gnarristan. Í janúar fer ég norður til Akureyrar að leika hjá leikfélaginu og svo í tökur á sjónvarpsþáttum. Nóg að gera!
Eitthvað að lokum?
Það er flókið að vera manneskja. Verum því umburðarlynd og þolinmóð við hvert annað. Nema ef fólk keyrir einsog fífl.