Yfirheyrslan – Hjálmar Örn

Það er okkur hjá NLFÍ mikill heiður að fá skemmtikraftinn Hjálmar Örn sem nýjasta fórnarlamb yfirheyrslunnar.
Hjálmar Örn þarf nú varla að kynna fyrir lesendum sem hafa eitthvað verið á samfélagsmiðlum undanfarin  ár. Hjálmar hefur getið sér mjög gott orð sem skemmtikrafur á Snapchat og þar varð „Hvítvínskonan“ einn frægasti karakter hans til.
Undanfarið ár hefur hann haldið úti  podkastinu (hlaðvarpinu) „Hæ Hæ – Ævintýri Helga og Hjálmars“ með vini sínum Helga Jean Classen.
Þetta podkast er jafn sprenghlægilegt og það er fræðandi. Það er mjög skemmtileg kemistría milli þeirra félaga og þeir fá til sín áhugaverða og gefandi viðmælendur. Hægt er að finna það á öllum helstu streymisveitum.

Fyrstu sex í kennitölu?
191073

Fullt nafn?
Hjálmar Örn Jóhannsson

Hefur þú einhver gælunöfn?
Hjammi

Fjölskylduhagir og einhver gæludýr?
4 börn og engin gæludýr

Hvar ertu fæddur og uppalinn?
River Town 110   

Hefur þú búið erlendis?
Oxford í 5 mánuði

Núverandi búseta (póstnúmer)?
110

Áttu bíl og þá hvernig?
Peugeut 5008

Áttu rafmagnhjól eða rafmangsscooter?
Scooter

Ertu með bakgrunn í einhverjum íþróttum?
Fótbolta

Stundar þú einhverja líkamsrækt, og þá hverja?
Enga

Slagorð NLFÍ er „berum ábyrgð á eigin heilsu“, hvað gerir þú dagsdaglega til að bera ábyrgð á eigin heilsu?
Lítið í augnablikinu.

Hversu margar fylgjendur áttu á Instagram?
Rétt um 10 þús.

Hvert er nafnið þitt á Instagram ef lesendur vilja fylgja þér?
HjalmarOrn110

Hversu marga fylgjendur áttu á Twitter?
Rétt um 7 þús.

Hversu marga facebook vini áttu?
Um 2600.

Hver var síðasti facebook status þinn?
Auglýsing vegna Hæ Hæ Live show!

Uppáhaldsmatur?
Kenny

Uppáhaldsdrykkur?
Pepsi max

Uppáhaldslag?
The queen is dead.

Uppáhaldsbíómynd?
Tommy Boy

Frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Auddi Blö

Markmið í vinnu?
Hafa gaman.

Markmið í lífinu?
Ekki láta sér leiðast.

Mottó?
Ef enginn er eins er enginn venjulegur.

Hræðist þú eitthvað?
Fullt en læt það ekki stoppa mig.

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Þegar ég rændi óvart barni. Meira um það í 6. þætti í podcastinu okkar.

Hvað er það sem fáir vita um þig?
Er magnaður þjónn, vann sem slíkur í Wales.

Hvenær vaknaði áhugi þinn á gríni?
Alltaf verið með áhuga á gríni, vil helst hafa lífið sem mest grín.

Besta starf sem þú hefur unnið?
Skemmtikraftur og leikskólaleiðbeinandi.

Hverjar eru þínar fyrirmyndir í lífi og starfi?
Chris Farley og Ljósbrá (innsk. ritstjóra, Ljósbrá er kona Hjálmars).

Hvar kynntust þú og Helgi Jean Claessen?
2007 í Brimborg

Þið eruð mjög ólíkir karakterar, hver er galdurinn að ykkar samvinnu?
Erum líkari en margir halda, en galdurinn er tengingin í galsa og alvarleika.

Eitthvað neyðarlegt sem gerst hefur bakvið „tjöldin“ í podcastinu ykkar sem þú vilt deila með lesendum?
Tókum einu sinni upp þátt sem viðkomandi bað svo um að færi ekki í loftið, of mikill galsi bara hún fyrir sig.

Hvað er skemmtilegast við það að halda úti podcasti?
Vinna með besta vini sínum og geta fíflast.

Fer mikill undirbúningur í hvern þátt?
Nei

Hvítvínskonan er þjóðþekkt og vinsæl persóna hjá þér. Hvenær og hvernig varð hún til?
Spratt upp óvænt og alveg óvart, var með nokkrar þannig á snappinu.

Hvernig hleður þú batteríin eftir að hafa skemmt fólki mikið eða eftir langar vinnutarnir?
Legg mig á mánudögum yfir sjónvarpi. Tek maraþon þátta hámhorf.

Hvað er framundan hjá þér?
Hæ hæ tv show og snapchat bíómynd.

Eitthvað að lokum?
Lifið heil en ekki taka þessu of alvarlega

Related posts

Yfirheyrslan – Lovísa Rut

Kynning á Hildi Ómarsdóttur nýjum pistlahöfundi

Yfirheyrslan – ANDRI ICELAND