Yfirheyrslan – Þorbjörg Hafsteinsdóttir


Þorbjörg Hafsteinsdóttir heilsufrumkvöðull hefur búið mest alla ævi í Kaupmannahöfn en segir hjartað aldrei hafa yfirgefið eyjuna fögru. Hún er menntuð í Danmörku og USA sem hjúkrunarfræðingur, næringarþerapisti og markþjálfi en er þekktust fyrir bækur sínar á sviði heilsu. Þorbjörg skrifar heilsu – og næringarbækur byggðar á hugmyndafræði sinni um heildræna heilsufræði en vinsælasta bókin er „10 árum yngri á 10 vikum“  sem hefur verið þýdd á mörg tungumál og aldeilis slegið í gegn. Þorbjörg heldur námskeið og fyrirlestra víða, tekur þátt í heilsu umræðunni og býr til sjónvarpsþætti þegar hún er ekki að skrifa. Við fengum að spyrja hana spjörunum úr í Yfirheyrslunni: 

Fyrstu sex í kennitölu? 200859

Fullt nafn? Þorbjörg Ingveldardóttir aka Hafsteinsdóttir

Ertu með gælunafn? Fyrir útvalda Tobba, Tobs, Topper, Miss T I USA

Fjölskylduhagir og einhver gæludýr? Einstæð, single, 3 barna móðir ; allt gullfallegar og hæfileikaríkar stúlkur

Hvar ertu fædd og uppalin? Reykjavík og að hluta Danmörk

Núverandi búseta (eða póstnúmer) ?
 Kaupmannahöfn 2720 og Reykjavík 105

Menntun? Hjúkrunarfræðingur, Nutritional Therapist, Life Coach, endurmenntun HÍ: Hugræn atferlismeðferð og mindfulness og er eins og stendur í Yoganámi í Yoga Shala Reykjavík

Atvinna? Næringarþerapisti, lífsráðgjafi og rithöfundur, inspirator

Hvenær fórstu fyrst að spá í heilbrigðum lífsstíl? 
 Á þrítugsaldri

Hvaðan kemur þessi áhugi? Frá lífinu sjálfu, þegar þörfin vaknaði að lagfæra það sem ekki virkaði og rétt mataræði vakti mig til lífsins og brennandi ástríðu fyrir líkama, vitund og næringu.

Hver voru þín fyrstu skref í heilsu? Að losa mig við sykurinn.

Finnst þér gaman að elda? Já oftast, bæði skapandi og róandi um leið.

Hreyfing? 
Ég rækta líkama og huga með því að gera ýmislegt eins og hlaupa, lyfta, synda, hjóla ganga í náttúrunni og klífa fjöll, ég er Padi Diver og fer stundum í köfunarleiðangra downunder …og svo yoga auðvitað sem er það sem ég rækta mest held ég.

Hversu marga facebook vini áttu? 
 12000

Hver var síðasti facebook status þinn? 


1. Girls Night Out! Light version. Elsker mine veninder og når vi bare mødes efter arbejde og spiser god mad, opdaterer, griner, medføler, lytter, griner og så kys og kram og og hver på sin cykel hjem. Det var light version ! <3

2. Just let go. Let go of how you thought your life should be, and embrace the life that is trying to work its way into your consiousness.

Uppáhaldsmatur? Svikinn héri með öllu sem mamma er snillingur í að búa til! Og svo er ég mjög hrifin af alls konar fersku salati og grænmeti með bláberjum valhnetum, eggjum og dressingin gerir það. Ég er snillingur í þessu !

Uppáhaldsdrykkur? Smjörkaffið mitt.

Uppáhaldslag? Það er ekkert uppáhaldslag því þau eru svo rosalega mörg góð. T.d. There there med New Order, Joga med Björk, Into My Arms með Nick Cave & The Bad Seeds er gullfallegt lag og lagið A Case Of You með Joni Mitchell hefur fylgt mér alla mina æfi og svo allt með Sigur Rós! Til að nefna eitthvað.

Uppáhaldsbíómynd? Terminator 2

Frægasta persóna sem þú hefur hitt?
 Æ það væri of mikið name drop !

Markmið í starfi?
 Skapa haldbærar og einfaldar lausnir fyrir þá sem velja heilbrigðan meðvitaðan lífsstíl

Markmið í lífinu? Hamingja sem felst í því að vera “ordenligt menneske”

Mottó? Það er það sem það er.

Hræðist þú eitthvað?
 Já fullt, en reyni að anda inn í það og út aftur.

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Að láta glepjast af svikum og lygum en ég er búin að fyrirgefa sjálfri mér

Hvað er það sem fáir vita um þig? Hmm. Ég veit nú ekki hvort ég er reiðubúin til að ljóstra því upp enn. Seinna.

Hverjar eru þínar fyrirmyndir í lífinu? Konur og karlmenn sem standa fyrir sínu og með sjálfri sér og hafa þroska til að taka ábyrgð á sínu.

Eitt gott fegurðarráð? Drekka að minnsta kosti 2L vatn daglega .

Hvaða góða og einfalda ráð getur þú gefið fólki sem vill huga að heilsu sinni og hugsa betur um sig? Að byrja núna. Strax í dag. Það þarf ekki að vera allur pakkinn því það mun ekki ganga upp. Drekka vatn, fara út að ganga, borða morgun mat, sleppa sykri. Ef þú ert algjör nýgræðingur að gera eitthvað nýtt sem er gott fyrir þig á hverjum degi. Og svo má skoða að koma á námskeið til mín og leyfa mér að sjá um ‘ etta!

Heldur þú að fólk geti stjórnað heilsu sinni með matarræði og forðast ýmsa sjúkdóma? Já ! Tvímælalaust. Það er ekkert sem ég held, ég veit það og margar rannsóknir styðja það. Mataræðið eitt gerir það þó ekki allt. Hugurinn og fullyrðingar þær sem við sköpum um okkur sjálf og heiminn hefur mikið að segja. Þetta hangir allt saman; líkami, vitund, matur.

Hvað er framundan hjá þér? Ný bók, spennandi samstarf bæði í DK og á Íslandi m.a. Hótel Nesjavellir þar sem ég verð með námskeið, ferð til annað hvort Costa Rica eða Indlands til að skrifa, útrás með bækur í USA. En fyrst ætla ég heim til Aðalvíkur og chilla, fara í sjóinn daglega og ganga á fjöll. Ein með sjálfi mér. Góður félagsskapur þar!

Related posts

Yfirheyrslan – Lovísa Rut

Kynning á Hildi Ómarsdóttur nýjum pistlahöfundi

Yfirheyrslan – ANDRI ICELAND