Yfirheyrslan – Sölvi Tryggvason

Í þetta sinn fáum við fjölmiðlamanninn Sölva Tryggvason til að svara nokkrum spurningum. Sölvi á fjölbreytt og litríkt líf enda lifir hann eftir því mottói að hætta aldrei að koma sér á óvart. Sölvi trúir á að hugsa vel um sig bæði andlega og líkamlega en undanfarið hefur hann kennt hugleiðslu í jógasetrinu Sólum auk þess sem hann vinnur að mörgum spennandi verkefnum: 

Fyrstu sex í kennitölu? 101278

Fullt nafn? Sölvi Tryggvason

Ertu með gælunafn? Nei

Fjölskylduhagir og einhver gæludýr? Ég er einhleypur, barnlaus og gæludýralaus

Hvar ertu fæddur og uppalinn? Í Reykjavík. Algjört borgarbarn. Á að vísu ættir að rekja vestur á firði og fór þangað nokkrum sinnum á sumrin þegar ég var yngri.

Núverandi búseta? 
101

Menntun? BA í sálfræði og hálfnaður með Mastersnám í blaðamennsku (klárast einhvern tíma!)

Atvinna? Sjálfstætt starfandi fjölmiðlamaður

Hvenær fórstu fyrst að spá í hugleiðslu og heilbrigðum lífsstíl? 
Það er nokkuð langt síðan ég spáði fyrst í þessu, sérstaklega í heilbrigðum lífsstíl, en hugleiðslan hefur svo komið sterk inn á síðustu tveimur árum. Síðasta árið hef ég lagt enn meiri áherslu á þetta.

Hvaðan kemur þessi áhugi? Bæði frá foreldrum mínum og eins vegna þess að ég hef alltaf verið með einhverja skrýtna tilfinningu um að þetta ,,venjulega” lífsmunstur virki ekki alveg fyrir mig.

Hver voru þín fyrstu skerf í hugleiðslu? Að hugleiða í tvö skipti í hóp, svokallaða núvitundarhugleiðslu og í kjölfarið fór ég að prófa það heima við líka.

Finnst þér gaman að elda?
 Já mér finnst það gaman, en mætti gera meira af því akkúrat þessa dagana.

Ertu með bakgrunn í einhverjum íþróttum? 
Ég hef stundað japanskar skylmingar um árabil, en aðrar íþróttir hef ég bara stundað í frítíma með vinum mínum.

Stundar þú einhverja líkamsrækt, og þá hverja?
 Já, ég reyni að hreyfa mig nánast á hverjum einasta degi. Helst hafa það sem fjölbreyttast. Yoga, vinna með eigin líkamsþyngd, skylmingar, dans og skokk.

Hversu marga facebook vini áttu? 
Rétt um 5 þúsund. Eitthvað fleiri ef ég tel þá sem fylgja mér með.

Hver var síðasti facebook status þinn? „Í hvert einasta sinn sem Kári Stefánsson talar um þjóđmál færist umræđan á nýtt plan. Hann er ríkur og langskólagenginn og því er ekki hægt ađ afskrifa hann sem bitran undirmálsmann eins og gjarnan er gert gagnvart þeim sem gagnrýna kolruglad kerfiđ sem viđ búum viđ. Ađ mennta sig bara til ađ fá vinnu eđa laun er fullkomin vitleysa.“

Uppáhaldsmatur? Þessa dagana er það Thailenskur og indverskur matur. Ég er í kryddstuði núna.

Uppáhaldsdrykkur? 
Verð ég ekki að segja vatnið.

Uppáhaldslag? Straight out of Compton. NWA.

Uppáhaldsbíómynd? Godfather 2

Frægasta persóna sem þú hefur hitt? 
Gerard Butler er sá frægasti sem ég hef átt einhver alvöru samskipti við, en ég hef svo sem hitt alls konar fólk. Russel Crowe, Cherie Blair og fleiri.

Markmið í starfi? 
Að hafa gaman að því sem ég starfa við.

Markmið í lífinu? 
Að hætta aldrei að koma sjálfum mér á óvart

Mottó? 
Að muna að leika mér á hverjum einasta degi.

Hræðist þú eitthvað? 
Já ég er skuggalega lofthræddur

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? 
Held því fyrir mig

Hvað er það sem fáir vita um þig? Ég er algjör B-maður

Hverjar eru þínar fyrirmyndir í lífinu? 
Fyrirmyndirnar eru allt í kringum mig. Fólk í mínu nánasta umhverfi virka sem fyrirmyndir fyrir mig á hverjum einasta degi á alls kyns máta.

Hvaða góða og einfalda ráð getur þú gefið fólki sem vill byrja að hugleiða? Hafa kærleiksríkt viðhorf í eigin garð og muna að það er engin rétt eða röng hugleiðsla.

Hvaða góða og einfalda ráð getur þú gefið fólki sem vill huga að heilsu sinni? 
Borða mat með sem stystum innihaldslýsingum og finna hreyfingu sem þér finnst skemmtileg.

Heldur þú að heimurinn væri betri ef allir hugleiddu einu sinni á dag? Já ég er nokkuð viss um það. Svo framarlega sem hugleiðslan væri ekki knúin áfram af einhvers konar lútherskri samviskusvipu, heldur sjálfskærleika.

Hvað er framundan hjá þér? Að njóta og halda áfram að upplifa alls kyns ævintýri.

Related posts

Yfirheyrslan – Lovísa Rut

Kynning á Hildi Ómarsdóttur nýjum pistlahöfundi

Yfirheyrslan – ANDRI ICELAND