Yfirheyrslan – Sólveig Sigurðardóttir í Lífsstíl Sólveigar

Í yfirheyrsluna að þessu sinni fengum við Sólveigu Sigurðardóttir í „Lífsstíl Sólveigar“ til að leyfa okkar að skyggnast inn í líf sitt.  Sólveig hefur gefið af sér gott orð sem ötull talsmaður þess að berjast með skynsemi við offitu og einnig er hún ástríðukokkur af guðs náð.

Fyrstu sex í kennitölu?
010668

Fullt nafn?
Sólveig Sigurðardóttir
 
Hefur þú einhver gælunöfn?
Stundum Solla og mínir vinnufélagar erlendis kalla mig Sol-Sol.

Fjölskylduhagir og einhver gæludýr?
Gift, tveggja barna móðir og okkur fylgja tveir kisustrákar.

Hvar ertu fædd og uppalin?
Fædd og uppalin í Hafnarfirði.
 
Hefur þú búið erlendis?
Já nokkrum stöðum . Og sakna alltaf London.

Núverandi búseta?
Gallhörð í Seljahverfi.

Við hvað starfar þú?
Er forseti EASO-ECPO (European Coalition for People living with Obesity) og ástríðukokkur hjá Heilsuborg.

Hvenær vaknaði áhugi þinn á heilbrigðum lífsstíl og meðhöndlun á offitu?

Þessi áhugi byrjaði eiginlega ekki fyrr en vorið 2012 þegar að ég skráði mig á námskeið hjá Heilsuborg. Þá alveg búin á sál og líkama.
Hélt að mín eilífða megrun væri bara mér að kenna og vildi kynnast annari nálgun á offitunni.
Tók mig langan tíma að skilja hvað sjúkdómurinn offita var og að lifa með þeim sjúkdóm.

Hvaðan kemur þessi áhugi þinn á matseld
Ætli Sólveig amma mín sé ekki sú sem arfleiddi mig af þeirri ástríðu.

Ertu með bakgrunn í einhverjum íþróttum?
Alls engan og var yfirleitt  með vottorð í leikfimi hér áður fyrr.

Stundar þú einhverja líkamsrækt, og þá hverja?
Stunda góða líkamsrækt í dag. Bæði í hóptímum, lyfti og yoga. Göngutúrar eru líka eðal hreyfing

Hversu marga facebook vini og instagram fylgjendur áttu?
Lífsstíll Sólveigar er með yfir 11.000 þús. fylgendur og Instagram yfir 2.500.

Hver var síðasti facebook status þinn?
Stolt mamma að grobba sig af drengnum sínum að komast áfram í fyrstu umferð Gettu Betur.

Hver er uppáhalds samfélagsmiðill þinn?
Held Twitter

Uppáhaldsmatur?
Matur Miðausturlanda

Uppáhaldsdrykkur?
Klárlega vatnið alltaf jafn gott

Uppáhaldslag?
Smile með Nat King Cole . Algjör negla.

Uppáhaldsbíómynd?
The Shawshank Redemption

Frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Það eru ansi margar vann á hárgreiðslustofu ríka og fræga fólksins í London.
Sú eftirminnilegasta er Diana prinsessa

Markmið tengt starf þínu?
Að rödd okkar sem sem lifum með offitunni heyrist og að alþjóðasamtök fólks í offitu nái að verða af veruleika þetta árið 2020.

Markmið í lífinu?
Að hafa heilsuna alltaf í fyrsta sæti.

Mottó?
Lífið er of stutt í vesen.

Hræðist þú eitthvað?
Ég hræðist stríð meira en allt.
Hef sjálf komið inn í Líbanon í lok stríðs hörmung.

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Mörg neyðaleg atvik er svolítið hrakfallabálkur.
En það að þurfa biðja um framlengingu á flugvéla sæta belti fannst mér alltaf neyðarlegt því oft kallaði flugfreyja eða þjónn yfir alla vél „framlengngu hérna“ með fingrabendingum.
Á alls ekki að þurfa vera neyðarlegt.

Hvað er það sem fáir vita um þig?
Ótrúlega veðurhrædd og fer varla lengra en Ártúnsbrekkan á veturnar hérna innanlands.

Hverjar eru þínar fyrirmyndir í lífi og starfi?
Mínar fyrirmyndir eru nokkrar.
En verð að nefna hana Erlu Gerði Sveinsdóttur yfirlækni Heilsuborgar.
Hef aldrei kynnst öðrum eins þrjóskupúka og getur allt sem hún tekur sér fyrir hendur. Ýtir mér alltaf aðeins lengra út fyrir þægindarramman.
Fólk sem aldrei gefst upp eru mínar fyrirmyndir.

Hvernig getum við sem samfélag  minnkað fordóma gagnvart fólki sem er með offitu og fylgikvilla hennar?
Með heiðalegri og opnari umræðu.
Opnari umræða kallar á betri skilning á sjúkdóminum offitu tildæmis.
Að fólk í offitu er ekkert endilega latt og treður í sig mat.
Það þarf að vera til betri þjónusta fyrir fólk í offitu innan heilbrigðiskerfis.
Fylgikvillar offitu geta verið alvarlegir en það er alveg hægt að lifa líka frábæru lífi þótt offitan sé til staðar. Við megum ekki setja fólk í flokka eftir stærð. Við erum öll bara fólk.

Þú ferðast mikið erlendis tengt þínum störfum. Svefnleysi, hreyfingarleysi, áfengisdrykkja og óhóf í mat tengist oft flugferðum hjá hinum almenna borgara. Hvaða heilsusamlegu ráðleggingar getur þú gefið þeim sem ferðast mikið og dvela mikið á flugvöllum?

Já þeir eru ansi margir flugvellirnir sem ég heimsæki árlega. Suma þekki ég orðið eins og lófan á mér og veit hvar allt holla „stöffið“ er að finna. Ég reyni alltaf eftir bestu getu að velja aldrei næturflug því svefninn er svo mikilvægur.
Þegar að ég gisti á hótelum skoða ég alltaf hvort hægt sé að stunda hreyfingu þar eða nálægt. Google bestu vinurinn þar og eftir bestu getu forðast hótel sem ekki hafa hreyfiaðstöðu. Áfengisdrykkja er ekkert vandamál því betra blanda því ekki saman við vinnu. Borða ekki flugvélamat tek frekar með mér nesti. Millilendi mikið á mínum ferðalögum og er þá oft búin að google hvað er í boði á þeim flugvöllum. Er alltaf með hnetur, möndlur, fræ eða slíkt með mér. Egg og bananar koma mér líka oft langt.
En þegar að maður flýgur til USA er nánast allt bannað að taka með inn í landið svo það er vesen . Svo er að vera alltaf með vatn með sér á ferðalögum drekka vel. Ef að maður þarf að bíða lengi í millilendingu nýta tímann og hreyfa sig. Ekki bara setjast niður og bíða.Og reyna eftir bestu getu að halda sinni rútínu. Heilsan fer ekkert í frí þótt passinn sé með í för.

Hvaða góðu og einföldu ráð getur þú gefið fólki til bæta heilsu sína?
Leitið eftir faghjálp.
Ekki leyfa neinum að fúska með heilsuna þína. Lítil skref í einu og sjálfsásakanir og niðurbrot verða að fá minni athygli.
Við erum alveg nóg eins og við erum.
En ef þú vilt bæta inn í líf þitt hreyfingu, betri svefn og bættara mataræði fá þá fagaðila með þér í málin . Og mundu bara að kúrar og megrun geta hreinlega verið fitandi.
Láttu ekki plata þig í einhverja vitleysu. Gefðu þér þinn tíma og mundu við erum öll einstök. Ekkert „one size fits all“ hér.

Hvað er framundan hjá þér á nýju ári?
Það eru ferðalög og ráðstefnur nánast í hverjum mánuði.
En ætla reyna njóta meira og vinna minna. Hvernig sem það fer nú.

Eitthvað að lokum?
Allt er hægt findu bara þína leið.
Og að offitan er engin skömm.
Við erum öll með fitu bara mismikla.
Öll erum við bara að gera okkar besta.

Við hjá NLFÍ þökkum Sólveigu kærlega fyrir að hafa gefið sér tíma til að taka þátt í yfirheyrslunni.

Related posts

Yfirheyrslan – Lovísa Rut

Kynning á Hildi Ómarsdóttur nýjum pistlahöfundi

Yfirheyrslan – ANDRI ICELAND