Auður Bjarnadóttir, leikkona og jógakennari, er ein af þessum mjúku jógaöflum á Íslandi sem hefur fært marga nær þeim sjálfum með kennslu sinni og hlýju. Hún rekur Jógasetrið í Skipholti 50C þar sem er hægt að fara í fjölbreytta jógatíma fyrir byrjendur sem lengra komna, nýbakaðar mæður og verðandi mæður. Jógasetrið byggist að mestu upp á kundalini jóga, en þar er einnig hægt að læra jóga nidra og hatha jóga svo eitthvað sé nefnt. Þegar hún er ekki sjálf að kenna tíma þá heldur hún um kundalini jógakennara námskeið, flýtur um í sundlaugum landsins eða gengur á íslensku fjöllin. Við heyrðum í henni fyrir liðinn YFIRHEYRSLAN:
Fullt nafn? Auður Bjarnadóttir
Ertu með gælunafn? Nei, ekki svo ég viti!
Fjölskylduhagir og einhver gæludýr? Gift – 3 börn – 2 hundar
Hvar ertu fædd og uppalin? Í Reykjavík í Vesturbænum
Núverandi búseta? Bý í Garðabænum.
Menntun? Dansari, leikstjóri, jógakennari, jógaþerapía, doula, dáleiðsla etc.
Atvinna? Eftir leikhúsreynsluna alla hef ég verið jógakennari síðustu 16 ár og rek Jógasetrið í Skipholti.
Hvernig og hvenær kynntistu jóga? Í Heimsljósi 1990, og svo á Kripalu og í Seattle þar sem ég bjó. Tók fyrsta kennaranámið mitt árið 1999 í Kaliforníu
Hver eða/og hvað vakti áhuga þinn á því? Hjá samstarfsfólki í leikhúsinu og eigin þörf á að endurskoða lífið.
Hvað fékk þig til að verða jógakennari? Ég varð svo uppnumin af jóganu, sérstaklega hvernig það hjálpaði mér að anda drengnum mínum óttalaust í heiminn að ég bara varð að fá að deila því með öðrum. Svo hef ég kennt dans síðan ég var 14 ára og það er mér mjög eðlislægt – elska að kenna og miðla!
Ertu með fasta jóga og hugleiðslu rútínu sem þú gerir daglega? Já jóga og hugleiðslu, og jóga nidra.
Stundar þú einhverja aðra hreyfingu en jógaæfingar, þá hvað? Elska vatnið og flotið; syndi nú lítið en flýt í hverri viku. Elska íslensku fjöllin og best af öllu er að gera jóga úti í guðsgrænni náttúrunni.
Hver var síðasti facebook status þinn? “Bongó blíða á hálendinu”
Uppáhaldsmatur? Spínatbakan hennar Öldu Lóu mágkonu minnar!
Uppáhaldsdrykkur? Bláberjaboostið mitt á morgnana
Hvað drekkur þú eða borðar þegar þú ert á hlaupum? Bláberjaboostið mitt endist mér oft vel, banana og epli. Döðlur á ég alltaf, tæki þær með í eyðimörkina!
Morgunvenjurnar? Sturtan, Jóga, hugleiðsla, boostið……..
Uppáhaldslag? “úpps svo mörg: “Er ég horfi á himininn, handa þinna verk, hvað er þá maðurinn” Nota það í flotinu og söng fyrir börnin mín að þegar við horfðum á stjörnurnar!
Uppáhaldsbíómynd? Sophies Choice með Meryl Streep og auðvitað Forest Gump!
Frægasta persóna sem þú hefur hitt? Nureyev. Dansaði við hann í Munchen.
Markmið í jóga? Að tengjast okkar sanna sjálfi, gefa eftir inn í lífið og finna einingu alls.
Markmið í lífinu? Að elska og vera og vera og elska og njóta á meðan!
Mottó? Að vera heil og styrkja viðhorfið að sjá allt í stærra samhengi.
Hræðist þú eitthvað?
Hef alltaf hlaupið undan skordýrum, sérstaklega köngulóm, hef þurft að fara í gegnum tannlæknaóttann, en held ég sé almennt nokkuð óttalaus. En það má auðvitað skoða betur!
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Að sofna sem kennari í jógatíma, var úrvinda og ætlaði að leggjast í eina mínútu í “barnið” og bara datt út!
Hverjar eru þínar fyrirmyndir í jóga og almennt í lífinu? Svo endalust margir kennarar og meistarar hafa snert mig, hlusta mikið á Mooji þessa dagana. Móðir mín er “keep up “ fyrirmyndin mín, aldrei gefist upp við áföll lífsins og kann að njóta lífsins um leið og hún er alltaf til staðar fyrir aðra.
Hvaða góðu og einföldu ráð getur þú gefið fólki sem er að byrja í jóga?
Að koma á reglulegri ástundun, mæta sjálfum okkur með mýkt og umburðarlyndi og fá gott jafnvægi á æfingar, hugleiðslu og slökun.
Hvað er framundan hjá þér? Að fljóta á Flúðum og sýna vinkonu minni landið. Að halda svo utan um Kennaranám í Kundalini jóga og koma haustdagskránni í Jógasetrinu af stað. Leyfa jógablóminu áfram að blómstra, og mæta stöðugt meiri jógaáhuga landans. Svo ætla ég dýpra í jóga Nidra fræðin í haust og njóta þess að vera endalaus lærlingur lífsins!
—
Við þökkum Auði kærlega fyrir svörin!