COVIDMENT samstarfið er samstarfsverkefni sex landa, Íslands, Skotlands, Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Eistlands. Samstarfið hófst vorið 2020 og rúmlega 400 þúsund einstaklingar hafa tekið þátt í rannsókninni. Þetta kom fram í erindi Ingibjargar Magnúsdóttur doktorsnema í lýðheilsuvísindum á ráðstefnunni Heilsan okkar – Langvinn einkenni Covid í Veröld – húsi Vigdísar. Hægt er að hlusta á öll erindi ráðstefnunnar hér.
Rannsóknin nær til langvinnra andlegra, líkamlegra og vitrænna einkenna Covid. Í fyrsta lagi eru rannsökuð andleg einkenni eftir Covid í allt að 16 mánuði eftir greiningunni. Andlegu einkennin eru þunglyndi, kvíði, svokallað PRSD og gæði svefns. Í öðru lagi eru líkamleg einkenni rannsökuð eftir Covid sýkingu allt að tveimur árum eftir greiningu. Líkamlegu einkennin eru t.d. höfuðverkur, brjóstverkur, þreyta eða orkuleysi, svimi og öndunarerfiðleikar. Í þriðja lagi eru rannsökuð vitræn einkenni eftir Covid sýkingu í allt að 32 mánuði eftir greiningu. Dæmi um það er svokölluð heilaþoka.
Ingibjörg sagði að næstu skref væri vinna við að þróa mælitæki fyrir langvinnt Covid og væri sú vinna hafin hjá COVIDMENT. Mælitækið verður prófað á Íslandi, Noregi, Danmörku og fleiri löndum og mun auðvelda greiningu á langvinnu Covid.
Mynd: Glæra úr fyrirlestri Ingibjargar Magnúsdóttur.