Marokkóskur fiskur

Marokkóskur fiskur með kjúklingabaunum úr smiðju Bill Granger. Gott að blanda fisktegundum og ekki verra ef þið eigið smávegis af rækjum eða öðru sjávarfangi í fyrsti. Einfalt, fljótlegt og gott. Passlegt fyrir sex.

Þú þarft:

  • 2 msk olía
  • 1-2 laukar
  • 2 hvítlauksrif
  • 4-5 msk ferskur engifer
  • 2 tsk cummin
  • 2 tsk túrmerik
  • 1 kanilstöng
  • 1/2 tsk cayenne pipar
  • 1-2 dósir tómatar
  • 750 g fiskur
  • 1-2 dósir kjúklingabaunir
  • 3 msk hunang
  • Salt og pipar
  • Ferskt krydd
  • Ristaðar hnetur eða möndlur

Aðferð:

  1. Mýkið laukinn í olíu í 5 mínútur. Bætið mörðum hvítlauk, rifnu engifer, cummin, túrmerik og kanilstöng á pönnuna og látið malla í 2-3 mínútur. Bætið við cayenne pipar, tómötum og 350 ml af vatni og sjóðið varlega í um 10 mínútur.
  2. Bætið fiskmetinu við, ásamt baunum, hunangi, salti og pipar og sjóðið við lágan hita í 7-8 mínútur.
  3. Skreytið með ristuðum hnetum eða möndlum og ferskum kryddjurtum eins og basil eða kóríander.

Myndir: Pálmi Jónasson

Related posts

Afganskt pulao

Karrý & Egg

Kjúklingabaunir, Falafel, Naan og Grísk jógúrt