Kvennréttindadagurinn 19.júní – Femínískur pabbi, eiginmaður, sonur og bróðir

Í dag 19.júní er kvennaréttindagurinn. Þennan dag árið 1915 fengu konur 40 ára og eldri kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis. Árið 1975 eða 60 árum síðar á fæðingarári mínu var fyrsti kvennafrídagurinn haldinn hátíðlegur 24.október, með tugþúsundum kvenna í miðborg Reykjavíkur (þ.á.m. ég 8 mánaða gamall með mömmu minni).
Mér finnst það mjög rökrétt að ég hafi fæðst á ári fyrsta kvennafrídagsins því ég fékk í vöggugjöf endalausa virðingu og umhyggju fyrir konum.
Mér þykir vænt um þessa baráttudaga kvenna og örlögin hafa líka ráðið því að ég er umkringdur  yndislegum konum í mínu lífi.  Ég á þrjár dætur, eiginkonu, mömmu, systur, tengdamömmu, vinkonur, samstarfskonur og meira að segja hundurinn minn er kvenkyns. Ég á dætur en engan son og það hefur gert mig að enn meiri femínista en ég var fyrir fæðinu þeirra. Mér var skapað það hlutskipti í lífinu að vera umhafin þessum góðu konum og margar þeirra eru mínar stærstu fyrirmyndir í lífinu. Mér langar að deila með ykkur lesendum skoðun minni á kvennréttindum (mannréttindum) og baráttu kynjanna.

Ég hef illa skilið það konur þurfi að berjast fyrir réttindum sínum alveg fram á þennan dag, sem sést m.a. í launamun, ábyrðarstöðum og kynferðislegri áreitni. Mér finnst það eitthvað svo sjálfsagt að helmingur mannkyns hafi sömu réttindi og hinn helmingurinn. Þetta er jing og jang, mannkyn er ekkert án kvenna og heldur ekki karla. Við getum ekki slitið þetta í sundur og gert eitthvað minna úr hinum helmingnum. Það er eins og finnast hægri hliðin á líkamanum okkar eitthvað minna virði en vinstri hliðin.
Við fæðumst í þennan heim án þess að geta ákveðið hvaða kyn við erum. Hvernig stendur á því að einstaklingur sem fæðist sem kvennmaður þarf sjálfkrafa að hafa meira fyrir tilveru sinni? Fær ekki sömu laun eða ábyrgðarstöður? Verður fyrir meira kynferðislegu ofbeldi?

Ég skil ekki kynjabaráttu, það er eins og borgarastríð. Hvernig getum við við verið rífast um kyn okkar? Getum við ekki bara verið sammála um að þykja vænt um mannkynið?  Í kynjabaráttunni hef ég alltaf átt sérstaklega bágt með að skilja málstað karl- og kvennremba. Hvaða rugl er það að rembast með eigin kyn þegar tilvera þín er komin undir hinu kyninu? Þetta er af sama meiði og þjóðarrembingur eða rasismi með rembring á yfirburði hvíta kynstofnsins.
Karlmaður sem er karlremba og gerir t.d. lítið úr konum, talar þær niður, áreitir kynferðislega og finnst þær bara almennt minni pappír en  margir hans kynbræður. Þegar þú sem karlmaður getur hagað þér svona gagnvart konum hlýtur þú að hafa fæðst sem amaba út úr rassgatinu á sjálfum sér. Karlremba getur ekki átt ástríkar dætur eða eiginkonu sem þeir elska og virða. Því annars gæti hann ekki hagað sér svona eins og hann gerir. Karlrembur þessa heims sem eiga dætur hljóta að hafa keypt þær í gengum katalóg og þær eru þeim algjörlega ótengdar tilfinningalega.
Það sama má líka segja um kvennrembur. Þær geta ekki rembast með ágæti kvennmanna og gera um leið lítið úr karlmönnum. Þær geta ekki átt eiginmenn eða syni sem þeim þykir vænt um ef þær eru svo á fullu að tala niður karlmenn í ræðu og riti. Hins vegar skil ég aðeins meira kvennrembur en karlrembur því konur hafa verið undirokaðar svo lengi og kvennremban er ekkert annað en ákall á virðingu og tillit. Því er karlremban enn furðulegri því þeir hafa verið ráðandi í lífi kvenna svo lengi, en það er þá bara þeirra leið að halda völdunum.

Kynin er sem betur fer ólík og ég vill ekki samfélag þar sem við erum öll hvorukyns og engin munur sé á kynjunum. Þetta snýst um að við kynin virðum hvort annað og leiðumst áfram í átt að mannréttindum en ekki sér kvenn- eða karlréttindum. Að hver og ein manneskja geti verið og gert það sem honum/henni sýnist án þess að kyn skipti þar nokkru einasta máli.
Muninn á kynjunum sé ég vel í mínu starfi sem næringar- og heilsuráðgjafi. Konur er lítillátari en karlmenn og gera oft minna úr sér en karlpeningurinn þegar kemur að líkamlegu atgervi. Það er oft óttalegur gorgeir í körlunum og þykjast þeir enn vera í sama góða forminu og fyrir áratugum. En hjá konunum er þetta oft þveröfugt farið þær draga úr getu sinni og líkamlega ástandi. Það hefur verið sýnt fram á þennan mun karla og kvenna í vísindarannsóknum.
Það er konur geri minna úr sér er líklega afleyðing af þessu undiroki sem þær hafa orðið fyrir í karlaheiminum frá öróvi alda.
Karlmenn eru með meira testósterón í sínum æðum en kvennmenn og það er mín tilgáta að þaðan komi þessi gorgeir og mikilmennskubrjálæði karlmanna. T.d. var ég á fullu í byssu- og bófaleik þegar ég var lítill og þegar menn eldast geta menn haldið áfram byssuleikjum og orðið hermenn með alvöru byssur og jafnvel forsetar landa sem ráða yfir gereyðingarvopnum.
Við karlmenn með okkar testósteróni teljum oft að lausn vandamála okkar sé í líkamlegu ofbeldi. Við förum á barinn og fáum okkur nokkra kalda og berjum svo í klessu karlfíflið sem gerði eitthvað á okkar hlut. Og í stærra samhengi förum við stríð við heila þjóð þar sem karlmenn eru ósáttir hvor við annan. Konur eru miklu diplómatískari en karlar og leysa sín vandamál með samtali og ræða lausnir á vandanum. Sagt er í gríni að „ef konur réðu heiminum þá væri ekki stríð í gangi heldur væru lönd í fýlu við hvort annað“.
Það er mikilvægt að taka það fram að þegar konur munu taka yfir heiminn einn daginn að þær stýri honum eins og þær telji réttast og á kvenlegum gildum. Ekki vera með sömu stjórnunarhættina og karlarnir því við sjáum nú hvert karlmennskan hefur leitt þennan heim í græðgi, stríð og óafturkræf umhverfisspöll.

Vert er að taka það fram að það að konur á Íslandi hafa náð mun lengra í sinni réttindarbaráttu en margar kynsystur þeirra í öðrum löndum. En lengi getur gott batnað og jöfn réttindi kynjanna eru bara sjálfsögð mannréttindi.

Þessi pistill er skrifaður sérstaklega til dætra minna Melrósar, Sunnu og Sögu sem ég vona svo innilega að alist upp í þjóðfélagi án nokkurrar mismunuar og sérstakleg kynjamismunar og þær geti verið það sem þær vilja og geti látið alla sína drauma rætast.

INNILEGA TIL LUKKU MEÐ DAGINN KONUR ÞESSA LANDS. ALLIR DAGAR ÁRSINS ERU KVENRÉTTINDADAGAR HJÁ MÉR.

Heimildir:

https://is.wikipedia.org/wiki/Kvennafr%C3%ADdagurinn
https://is.wikipedia.org/wiki/Kvenr%C3%A9ttindadagurinn
https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S2211335515000704

Skrifað af Geir Gunnari Markússyni, ritstjori@nlfi.is

Related posts

Bleik október hugleiðing

Snyrtivörur og aðrar eitraðar vörur í umhverfi okkar

Forvarnir okkar eru að falla – Fljótum sofandi að feigðarósi