Kjúklingabaunir, Falafel, Naan og Grísk jógúrt

Hollur og góður kvöldverður sem er hæfilegur fyrir 5-6. Heimagert falafel og kjúklingabaunir með sætum kartöflum og harissa. Borið fram með naan brauði og grískri jógúrt. Á myndinni er reyndar grískt pítubrauð úr súrdeigi frá Delpane sem ég átti í frysti. Lífið þarf ekki að vera flókið.

Kjúklingabaunir:

  • 1 rauðlaukur
  • 1 sæt kartafla
  • 2 dósir kjúklingabaunir
  • 4 msk harissa mauk
  • 15-20 kirsuberja tómatar1 glas litlir tómatar
  • 1 sítróna (safinn)
  • Ferskar kryddjurtir

Aðferð:

  1. Steikið laukinn og kartöflurnar í um fjórum matskeiðum af olíu í 4-5 mínútur eða þar til mjúkt og farið að taka lit.
  2. Bætið kjúklingabaunum, harissa og tómötum á pönnunar og steikið áfram í um 3-4 mínútur.
  3. Bætið sítrónusafa, salti, pipar og kryddjurtum ofan á í lokin.

Falafel:

  • 2 dósir kjúklingabaunir
  • 5 vorlaukar
  • 2 tsk cumin
  • 2 sítrónur (hýðið)
  • 3 msk hveiti
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk pipar

Aðferð:

  1. Skolið kjúklingabaunir og maukið gróft með kartöflustappara
  2. Bætið hinum hráefnunum við og kreistið saman með höndunum.
  3. Mótið 16 buff og steikið í olíu á pönnu.

Mynd: Pálmi Jónasson

Related posts

Afganskt pulao

Marokkóskur fiskur

Karrý & Egg