Eldri konur líklegri til að fá langvinnt Covid

Konur fá frekar langvinnt Covid en karlar og hættan eykst með hærri aldri. Hætta á eftirköstum er hærri hjá þeim sem fengu alvarlega sýkingu og mest hjá þeim sem fóru á gjörgæslu. Þeir sem ekki fóru í bólusetningu eru í meiri hættu en bólusettir og endursýking eykur hættu á dauða, sjúkrahúsvist skemmdum líffærakerfa. Þetta kom fram í erindi Sigurveigar Þ. Sigurðardóttur yfirlæknis ofnæmislækninga á Landspítala á ráðstefnunni Heilsan okkar – Langvinn einkenni Covid í Veröld – húsi Vigdísar. Hægt er að hlusta á öll erindi ráðstefnunnar hér.

Í erindi Sigurveigar kom fram að það sem gerir sjúkling með langvinnt Covid veikan er undirliggjandi ósértækt ónæmissvar. Hvatberar fruma geta ekki framleitt nóg af ATP sem er orkueiningin. Þetta leiðir til þess að frumur líkamans starfa ekki eðlilega, m.a. eitilfrumur sem eru hluti af sérhæfða ónæmiskerfinu. Þetta leiðir m.a. til þreytu, örmögnunar við áreynslu og heilaþoku. Aðrir sjúkdómar sem gefa ME sjúkdómurinn, umhverfisveikindi eftir rakaskemmdir og myglu og svokölluð ASIA heilkenni af brjóstapúðum og öðrum aðskotahlutum og hugsanlega húðflúri eða tattú.

Mynd: Glæra úr fyrirlestri Sigurveigar Þ. Sigurðardóttur.

Related posts

Jólamyndin í ár – Jónas Kristjánsson læknir

Heimildarmyndir um langvinnt Covid og ME

Ávinningur af endurhæfingu á langvinnum einkennum Covid