Heilsustofnun berst fyrir lífi sínu

„Það vekur furðu að hjálparstofnun eins og Heilsustofnun skuli vera fjársvelt svo við blasir að starfsemin berst í bökkum,“ segir Guðni Ágústsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Hann skorar á heilbrigðisráðherra og fjárlaganefnd Alþingis að greiða úr fjárhagsvanda Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins.

„Jónas Kristjánsson læknir stofnaði Heilsuhælið í Hveragerði. Heilsustofnun fagnar sjötíu ára afmæli og tugir þúsunda Íslendinga þakka hjálp og endurheimta heilsu. Heilsustofnun bætir „árum við lífið og lífi við árin“. Þangað koma ungir og aldnir eftir áföll og endurreisa þrek sitt og vilja, undir handleiðslu lækna og fagfólks sem færir hverjum og einum hjálp og sjálfsbjargarvilja. Heilbrigðiskerfið græðir og ríkið svo ekki sé talað um atvinnulífið, sem fær sinn mann til baka. Hver sem dvelur í Hveragerði fer heim með öfluga verkfæratösku fulla af þekkingu um hvernig má verjast elli kerlingu fram í rauðan dauðann. Fólk á vinnumarkaði fær þar bót meina sinna.“

Á myndinni sjást Guðni Ágústsson og Þórir Haraldsson borða kjötsúpu hjá Jóhanni Helga Hlöðverssyni. Guðni saknaði kjötsúpu eftir sex vikna dvöl á Heilsuhælinu.

Mynd: Jóhann Helgi Hlöðversson

Related posts

Jólamyndin í ár – Jónas Kristjánsson læknir

Heimildarmyndir um langvinnt Covid og ME

Eldri konur líklegri til að fá langvinnt Covid