Frumsýning heimildarmyndar um Jónas Kristjánsson

Miðvikudaginn 2.júní s.l. var heimildarmyndin Láttu þá sjá, frumsýnd í Bíó Paradís . Myndin fjallar um líf og störf frumkvöðulsins Jónasar Kristjánssonar læknis. En saga Jónasar, stofanda Náttúrulækningafélags Íslands og síðar Heilsustofnunar er stórbrotin og merkileg.

Það var Sagafilm sem sá um gerð heimildarmyndarinnar, leikstjóri er Guðjón Ragnarsson  og framleiðandi  er Margrét Jónasdóttir.

Í myndinni er farið yfir æviskeiði Jónasar, m.a. læknisstörfin á Héraði, þar sem hann hóf feril sinn, og í Skagafirði þar sem hann var héraðslæknir á árunum 1911-1938 en þar var Náttúrulækningafélagið stofnað á Hótel Tindastóli árið 1937.

Stefnt var að því að frumsýna myndina á 150 ára afmæli Jónasar, 20.september í fyrra en vegna covid-19 heimsfaraldursins varð ekkert af því. Það er því gleðiefni að loks sé þessi merka heimildarmynd komin í sýningar. Stefnt er að því að hún verði sýnd á RÚV á næstunni.

Við frumsýninguna mættu fjölmargir velunnarar NLFÍ, Heilsustofnunar og allir þeir sem komu að gerð myndarinnar. Leikstjórinn Guðjón Ragnarsson var með smá tölu um Jónas og gerð myndarinnar.

Starfsfólk NLFÍ er stolt að gerð þessarar myndar og er þetta mikilvægt skref í að viðhalda arfleifð  Jónasar Kristjánssonar.


Related posts

Nýr pistlahöfundur

Gjörunnin gervimatvæli eru að rústa heilsu okkkar á methraða

Gleðilegt nýtt ár