Gurrý Helgadóttir

Guðríður Helgadóttir (Gurrý) er garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins, BS í líffræði frá HÍ og MPM frá sama skóla. Hjartað slær samt alltaf í garðyrkjunni enda hefur hún unnið við garðyrkju með einum eða öðrum hætti allan sinn starfsferil. Í dagvinnunni er hún fagstjóri garðyrkjunáms við Garðyrkjuskólann á Reykjum sem nú er undir stjórn Fjölbrautaskóla Suðurlands, FSu en þar fyrir utan hefur hún komið að ýmiss konar útbreiðslu garðyrkjuþekkingar, í gegnum útvarp, sjónvarp og aðra miðla. Gurrý er hamingjusamlega gift kona í Kópavogi og á dásamlegar ungmeyjar sem eru móðurinni stöðug uppspretta nýrra pistla.