Veislan hjá Halldóri kokki á Heilsustofnun er endalaus og hér deilir hann með okkur gómsætu sykurbauna- og lárperusalati.
Sykurbaunir eru einstaklega ríkar af C-vítamíni, B-vítamíni, K-vítamíni og járni. Lárperan er frábær fitugjafi (rík af einómettuðum fiutsýrum) og trefjum.
INNIHALD
1 pakki sykurbaunir, sirka 230 gr skornar í litla bita
2 agúrkur skornar í litla bita
4 radísur í litlum bitum
1 shallot laukur fínsaxaður
Handfylli saxaður ferskur basil
Handfylli söxuð steinselja
1 jalapeno chili fræhreinsaður og fínsaxaður
1 lárpera í teningum
DRESSING
1 tsk sjávarsalt
1 tsk sumac
Safi úr ½ sítrónu
Safi úr ½ límónu
3 msk ólífuolía
Aðferð
Aðferðin er mjög auðveld við einfaldlega blöndum öllu vel saman og borðum.
Sumac kryddið sem notað er í uppskriftinni er mikið notað í Líbanon, Ísrael, Palestínu og Tyrklandi einnig við Miðjarðarhafið og Norður Afríku. Það er rauðleitt á litinn og er vinsælt á salöt og í hummus.
Bragðið af sumac er í raun svipað og sítrónubragð. Frískandi og gott. Halldór notast við sumac frá Kryddhúsinu sem fæst í öllum betri matvöruverslunum