Fimm landssamtök og þjónustuaðilar hvetja til breyttrar stefnumótunar og meiri aðgæslu.
Ný frönsk vísindarannsókn bendir til þess að langtíma neysla erfðabreyttra afurða kunni að hafa neikvæð áhrif á heilsufar. Rannsóknin sýnir skaðleg heilsufarsáhrif erfðabreytts maísyrkis sem víða er notað í dýrafóður og matvæli og varpar hún þar með ljósi á alvarlegar brotalamir í leyfisveitingakerfi sem notast er við í Evrópu og hér á landi.
Af þessu tilefni hafa fimm landssamtök og þjónustuaðilar skorað á stjórnvöld að stöðva leyfisveitingar til útiræktunar á erfðabreyttum plöntum hér á landi, þar til fram hefur farið gagnger endurskoðun á regluverki slíkra leyfisveitinga. Í opnu bréfi sem þessir aðilar hafa sent stjórnvöldum er þess einnig krafist að vísindarannsóknir sem lagðar eru til grundvallar leyfisveitingum verði gerðar gegnsærri og óháðari hagsmunum líftæknifyrirtækja.
Sjá nánar:
Opið bréf MATVÍS, NLFÍ, Neytendasamtakanna, Slow Food og Túns til stjórnvalda (PDF skjal)
Álit Evrópsku vísindasamtakanna ENSSER (PDF skjal) Matvæla- og veitingafélag Íslands, Náttúrulækningafélag Íslands, Neytendasamtökin, Slow Food Reykjavík og Vottunarstofan Tún