Fyrir nokkrum árum var grein hér á síðuna um algengar ranghugmyndir eða mýtur sem fólk hefur í tengslum við næringu og heilsu. Greinin vakti mikla athygli og því kemur hér framhaldið með enn fleiri ranghugmyndum sem skjóta reglulega upp kollinum í störfum mínum sem næringarfræðingur.
Vegan mataræði er mjög hollt mataræði
Þegar fólk tileinkar sér vegan mataræði þá útilokar það allar matvörur úr dýraríkinu. Það gætu margir haldið að allir þeir sem eru vegan séu borðandi baunir, kornmeti og grænmeti í öll mál. En staðreyndin er sú að þeir sem eru vegan geta borðað ótakmarkað nammi, drukkið gos og almennt borðað mjög óhollt án þessa að neyta dýraafurða á nokkrun hátt.
Flestir sem gerast vegan gera það af dýraverndunarsjónarmiðum en ekki heilsufarssjónarmiðum. Það eru líka umhverfisverndarsjónarmið sem ráða því að fólk gerist vegan en vegan mataræði er mun umhverfisvænna en hefðbundið vestrænt fæði, sérstaklega ef reynt er að borða matvörur úr sínu nærumhverfi.
Það verður þó ekki tekið af vegan mataræði að það getur verið mjög hollt mataræði fyrir einstaklinginn og Móður Jörð ef mikið er borðað af ávötum, grænmeti, kornmeti, baunum og fræjum.
Hollur matur er alltof dýr og flókinn að matreiða
Alltof margir halda að hollur matur sé miklu dýrari en óholli maturinn en staðreyndin er ekki sú ef betur er að gáð. Vissulega kostar alvöru matur mun meira en næringarsnautt „drasl“. En næringarríkar matvörur sem kosta ekki mikið eru t.d. egg, bananar, epli, gúrka, bygg, pasta, hrísgrjón, haframjöl, gróft brauð, mjólk, matarmiklar súpur, kjúklingabringur, nautahakk og jurtaolíur.
Það sem flestir tala um er að hafa ekki tíma til að útbúa matinn og fara því í óhollari skyndibita. En þetta er bara fyrirsláttur því það þarf ekki að taka langan tíma að setja saman næringarríka máltíð t.d. að kaupa næringarríka súpu og sjóða egg til að hafa með.
Til að spara pening við matarinnkaupin er líka mikilvægt að vera með innkaupalista þegar verslað er, geyma grænmetið og ávexti rétt þegar heim er komið (sjá grein) og nýta sér tilboð á hollum og næringarríkum mat.
Ákveðnar matvörur geta brennt fitu s.s. grape, eplaedik og cayenne pipar
Fólk er rosalegaa upptekið af því að brenna fitu og líklega er það skiljanlegt því við erum öll að þyngjast í þessu neyslusamfélagi okkar með ofgnótt af óhollum mat og hreyfingarleysi. En staðreyndin er sú að engin matvara er einhver ákveðin fitubrennslumatvara. Jú vissulega ef þú ferð á á grapekúrinn þar sem þú borðar bara 4-6 grape allan daginn þá muntu léttast en það er þá vegna þess að þú ert skera niður í hitaeiningum en ekki útaf grapeinu.
Til þessa að brenna fitu þurfum við borða hollar og góðar matvörur og neyta minna en við brennum. Einnig er mikilvægt að huga að svefni og hæfilegri hreyfingu þegar verið er að stuðla að fitubrennslu.
Rauðvínsglas er gott fyrir hjartaheilsuna og stuðlar að langlífi
Áfengi verður aldrei hluti af heilbrigðum lífsstíl. Þessi ranghugmynd um léttvínið hefur verið lengi við lýði og reglulega sér maður greinar á miðlunum þar sem léttvíni eða jafnvel bjórdrykkju er þakkað langlífi og góð heilsa.
Rauðvín inniheldur vissulega andoxunarefnið resveratol en það er líka að finna í hýðinu á vínberinu sjálfu sem vínið er unnið úr, væri ekki bara betra að neyta þess í staðinn?
Áfengisdrykkja hefur neikvæð áhrif á hjarta og æðakerfið, sérstaklega í óhóflegu magni, en hvað er óhóflega drykkja. Hófleg drykkja er tvær einingar af áfengi á dag fyrir karla og ein fyrir konur. Hver áfengiseining miðast við 10-12 g af áfengi eða um 150 ml af víni (lítið glas) og 330 ml af bjór (lítill bjór). En vert er að taka fram að hóflegt er ekki sama og heilsusamlegt.
Ef fólk ætlar að vera í áfengi þá á það að njóta þess í hóflegu magni og aldrei að drekka það sér til heilsubætingar.
Hnetur eru fitandi
Vissulega eru hnetur fitu- og hitaeiningaríkar en þær innihalda einnig mörg góð næringarefni eins og prótein, trefja, vítamín og steinefni.
Rannsókn sem birtist árið 2017 í vísindaritinu European Journal of Nutrition sýndi fram á að þeir sem neyttu reglulega hneta voru síður í hættu á að þyngjast og voru frekar í kjörþyng en þeir sem forðuðust þær.
Það segir sig sjálft að óhóflegt át á nánast hverju sem er leiðir til þyngaraukningar og það sama og við um hnetur. Góð þumalputta með magn af hnetum er að miða við lúkufylli og alltaf ætti að frekar að velja ferskar og óunnar hnetur í stað t.d. saltaðrar eða sykraðra. Því þá eru þær ekki eins heilsusamlegar.
Fasta er algjörlega nauðsynleg fyrir heilsuna
Föstukúrar eru líklega það vinsælasta í „matar“kúrum almennings í dag og eru margar útgáfur af föstum. Fyrir nokkru var skrifuð grein hér á vefinn um kosti og galla föstu.
Við erum lífverur sem þurfum orku í formi matar og það að vera alltaf að neita sér um mat í föstum er ekki hluti af heilsusamlegum lífsstíl. Áður en við tileinkum okkur harðar föstur í marga daga væri sniðugra að byrja á því að fasta 12 tíma á dag og borða ekkert eftir kvöldmat. Það að tileinka sér þetta sem lífsstíl er vænlegra til langvarandi árangurs en að fara í stanga föstukúra sem endast stutt.
Egg eru óholl vegna mikils kólesteróls
Þetta er lífsseig mýta og á sér rætur því þegar öll fita var óholl og allt var fitusnautt. En egg eru stútfull af góðum amínósýrum og vissulega innihalda þau kólesteról í rauðunni. Það er ekki svo einfalt að það sé bara kólesterólið í matnum sem hækki kólesterólið í blóðinu því rannsóknir hafa sýnt að það er frekar mettaða fitan sem er sökudólgurinn þar. Egg innihalda tiltölulega lítið af mettaðri fitu en talsvert af einómettuðum og fjölómettuðum fitum sem hafa ýmsa heilsusamlega kosti.
Borða rétt magn macros er best fyrir heilsuna og þyngdartap
Macro mataræði er vinsælt í dag sem gengur út á það að borða rétt magn hitaeininga og rétt hlutfall af orkuefnunum þreumur próteinum, kolvetnum og fitu. Það krefst þess að vigta og skrá allan mat sem borðaður og drukkin er.
Það er vissulega jákvætt að kenna fólki að borða mat með öllum orkuefnunum og borða ekki of stóra skammta. En það eru gömul vísindi að reikna bara ákveðnar hitaeiningar sem fólk þarf að borða til að halda heilsu og léttast. Vísindin á bakvið það eru ónákvæm án dýrustu tækja á heilbrigðisstofunun (DEXA skanni) og gagnagrunnarnir sem hitaeiningamagnið er miðað við eru oft orðnir úreldir. Næringarráðgjöf nútímans snýst um að kenna fólki að borða reglulega rétta skammta af næringarríkum og fjölbreyttum mat án þess að telja hitaeiningar eða orkuefnin í máltíðinni. Hlutföll orkuefnanna eiga ekki að skipti meira máli en gæði matarins sem neytt er.
Þó að breytingar á hlutföllum á orkuefnunum (macros) og talning á þeim geti hjálpað í einhverjum tilfellum þá skiptir mestu máli í heilsueflingu að tileikna sér mataræði sem er fjölbreytt, næringarríkt og í réttum skömmtun án þess að hlutfall orkuefnanna skipti mestu máli þar alla daga.
Allir ættu að taka góðgerla (probiotics) til að tryggja góða heilsu
Góðgerlar (probiotics) eru mikið seldir í töfluformi i dag til þess að efla þarmaflóru fólks. Hægt er að lesa meira um þarmaflóruna hér á síðunni. Manneskjur voru með heilbrigða þarmaflóru áður en byrjað var að selja alla þessa góðgerla í tölvuformi þó vissulega sé nútímalíferni ekki sérlega vinsamlegt fyrir góða og öfluga þarmaflóru.
Það er hægt að efla þarmaflóruna með öðru móti en að taka töflur og má þar nefna trefjaríkt fæði (pre-biotics, eða næring fyrir þarmaflóruna), gerjaðar mjólkurvörur s.s. AB-mjólk, jógúrt, súrsað grænmeti, minni lyfjanotkun og heilbrigður lífsstíll.
Heimildir og frekari upplýsingar
https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/heart-disease/in-depth/red-wine/art-20048281
https://www.sciencedaily.com/releases/2017/09/170920100107.htm
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=25600
https://www.healthline.com/nutrition/biggest-lies-of-nutrition#18.-High-cholesterol-foods-are-unhealthy
https://www.niddk.nih.gov/health-information/weight-management/myths-nutrition-physical-activity
https://www.mayoclinichealthsystem.org/hometown-health/speaking-of-health/10-nutrition-myths-debunked
https://www.everydayhealth.com/diet-nutrition/popular-food-and-nutrition-myths-you-shouldnt-believe/
https://www.cancercouncil.com.au/news/10-myths-about-nutrition/
https://www.jamieoliver.com/features/busting-the-biggest-nutrition-myths/
https://medlineplus.gov/ency/patientinstructions/000895.htm
Skrifað af Geir Gunnari Markússyni, næringarfræðingi
1 Ummæli
Fínt hjá þér Geir – gott nám sem þú tókst á sínum tíma👍