Þessi heimur sem við búum í er alveg stórfurðulegur og margt skrítið sem gerist í henni veröld. Hér er listi yfir nokkrar skemmtilegar staðreyndir um jólin, næringu, markaðsfræði og manneskjuna:
- Fyrsta heimildin um jólatré sem hluta af jólahaldi var í Riga í Lettlandi árið 1510.
- Aðstoðarmaður Thomasar Edison (sá sem fann upp ljósaperuna) fékk þá hugmynd að nota jólaseríu á jólatréð árið 1882. Jólaseríur fóru fyrst í fjöldaframleiðslu árið 1890.
- Árið 1999 var stærsti snjókall sem sögur fara af reistur. Hann var rúmir 37 metrar á hæð og áttu íbúar Maine í Bandaríkjunum heiðurinn af honum.
- Jólatréð eru vel ætilegt og er grenið sérlega ríkt af C-vítamíni.
- Samkvæmt gögnum frá Facebook þá er algengast að pör skilji tveimur vikum fyrir jól. Hins vegar er Jóladagur sá dagur sem fæstir slíta sínum samböndum.
- Óðinn (úr norrænni goðafræði) er talinn vera fyrirmyndin að sögum um nútíma jólasveina. Óðinn á að hafa riðið fljúgandi um á hesti sínum Sleipni (líking við hreindýr Jólasveinsins). Óðinn flaug um á hesti sínum á veturna og dreifði gjöfum en refsaði líka mönnum. Börnin fylltu stílvél sín og sokka með gjöfum handa Sleipni.
- Stórir skammtar af koffíni geta verið banvænir. Tíu grömm, eða 100 kaffibollar á 4 klst, geta drepið meðal manneskju.
- Persar voru þeir fyrstu sem byrjuðu að nota skreytt egg til að fagna vori árið 3000 fyrir Krist. Makedónar voru fyrstu kristnu mennirnir til að nota skreytt egg til að fagna páskum á 13.öld. Krossfarar sem komu frá Miðausturlöndum komu þessum sið til Evrópu og Evrópubúar byrjuðu að nota skreyttu eggin til að fagna páskum.
- Súkkulaðipáskaeggin eiga sér ekki eins langa sögu en um miðja 19. öld hófu sælgætisframleiðendur páskaeggjagerð í Mið-Evrópu og á Íslandi í kringum 1920. Þó er hið mikla súkkulaðipáskeggjaát er séríslenskt fyrirbrigði
- Hrísgrjón eru undirstöðu matur hjá meira en helmingi af öllum jarðarbúum.
- Niðursneitt brauð var uppgötvað í kringum 1930.
- Það er ekki liturinn á pipar sem ræður hversu bragðsterkur hann er, heldur er það oft stærðin sem skiptar oftast mestu máli – því minni sem hann er, því sterkari er hann.
- Banvænasti sveppur í heimi er Amanita phalloides. Hin fimm mismunandi eitur í sveppnum valda niðurgangi og uppköstum innan 6-12 klst frá inntöku. Þessi fylgir svo skemmdir á lifur, nýrum og miðtaugakerfinu – og í langflestum tilvikum meðvitundarleysi og dauða.
- Árgerð vína segir ekki til um hvenær þeim var tappað á flöskur heldur hvenær vínberin voru týnd.
- Eiturlyfið kókaín í fyrstu gerðinni af gosdrykknum vinsæla kók (Coca Cola) sem kom út árið 1886.
- Ástæðan fyrir því að nauðsynjavörur eins og ferskvörur, mjólkurvörur og brauð eru alltaf lengst inni í enda á stórmörkuðunum, er til þess að við grípum einhverja aðra ónauðsyn á leið okkar að nauðsynjavörunum.
- Það er mikil sálfræði varðandi staðsetningu nammistanda við hlið afgreiðslukassanna, það er freisting sem erfitt er að standast þegar maður er svangur eftir erfiðan vinnudag og hvað þá ef barnið er að suða um gotteríið.
- Þú færð oft salthnetur á börum…. það gert til þess að þú drekkir meira því saltið á hnetunum veldur meiri þorsta.
- Það séríslenska fyrirbrygði að taka hlé í bíó er haft svo við kaupum meira af poppi og kók. Þetta er gríðarleg tekjulind fyrir kvikmyndahúsin, enda kostar popp og kók a.m.k 600-700 kr og slagar jafnvel vel uppí verð bíómiðans.
- Kaffi hindrar upptöku járns í líkamanum en C-vítamín eykur upptöku þess.
- Dagleg orkuþörf hjólreiðamanna í hjólreiðakeppninni Tour de France er um 10.000 hitaeiningar. Til samanburðar má benda á að dagleg meðalorkuþörf kvennmanna er um 2000 hitaeiningar og karlmanna um 2400 hitaeiningar.
- Sumt fitness- og vaxtarræktarfólk drekkur 6-12L af vatni á dag nokkra daga fyrir mót – Það gerir það til þess að stuðla að vatnslosun í líkamanum. Draga svo vatnsneyslu niður í næstum ekkert síðustu daga fyrir mót.
- Lucia Xarate (frá Mexíkó, 1863-1889) var aðeins 67 cm og vó aðeins 2.13 kg þegar hún var 17 ára en hún náði að þyngja sig í 5.9 kg fyrir tvítugsafmælið.
- Manuel Uribe (frá Mexíkó) var 560 kg í janúar 2006.
- Hnetusmjör var uppgötvað af lækni sem heilsumatur – Sem það er enn þann dag í dag.
- Capsaicin er efnið sem getir pipar sterkan í munninum. Sterkleikan af piparnum er best hægt að minnka með kaseini, sem er annað af aðal próteinunum í mjólk.
- Súkkulaði inniheldur pheynyl ethylamine (PEA), náttúrulegt efni sem hefur sömu áhrif í líkamanum og sú víma sem þeir sem eru ástfangnir upplifa.
- Árið 1995, seldi Kentucky Fried Chicken (KFC) ellefu stykki af kjúklingabitum á hvert einasta mannsbarn í USA.
- Í USA kosta kartöfluflögur 200 sinnum meira en kartöflur af sömu þyngd.